Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 17:39 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla. AP/Susan Walsh Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. „Veik og þreytt „forysta“ repúblikana mun leyfa hinu slæma varnarmálafrumvarpi að fara í gegn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Skammarlegur gunguháttur og algjör undirgefni veikgeðja fólks gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum. Semjið um betra frumvarp eða skiptið forystunni út, NÚNA!“ Eftir að hafa haft hreðjatak á þingmönnum Repúblikanaflokksins um langt skeið virðist sem gripið sé að losna. Margir hafa sagt að flokksmönnum sé hollast að vera Trump þóknanlegir, þar sem áhrif hans á ákveðinn hóp kjósenda eru óumdeilanleg og hæfileikar hans til að fylla stríðskisturnar sömuleiðis. Þá gera margir ráð fyrir að hann freisti þess að ná aftur Hvíta húsinu 2024. Nú er forsetinn hins vegar í þeirri undarlegu stöðu að njóta stuðnings demókrata þegar kemur að því að auka fjárhagsaðstoð til almennings í Covid-19 faraldrinum og vera í andstöðu við samflokksmenn sína hvað varðar hermálafrumvarpið. „Getið þið ímyndað ykkur ef repúblikanar stælu forsetakosningum af demókrótum... Allt færi til andskotans,“ tísti forsetinn, sem virðist ekki enn hafa sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ Weak and tired Republican “leadership” will allow the bad Defense Bill to pass. Say goodbye to VITAL Section 230 termination, your National Monuments, Forts (names!) and Treasures (inserted by Elizabeth “Pocahontas” Warren), 5G, and our great soldiers....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 ....Can you imagine if the Republicans stole a Presidential Election from the Democrats - All hell would break out. Republican leadership only wants the path of least resistance. Our leaders (not me, of course!) are pathetic. They only know how to lose! P.S. I got MANY Senators..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06 Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
„Veik og þreytt „forysta“ repúblikana mun leyfa hinu slæma varnarmálafrumvarpi að fara í gegn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Skammarlegur gunguháttur og algjör undirgefni veikgeðja fólks gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum. Semjið um betra frumvarp eða skiptið forystunni út, NÚNA!“ Eftir að hafa haft hreðjatak á þingmönnum Repúblikanaflokksins um langt skeið virðist sem gripið sé að losna. Margir hafa sagt að flokksmönnum sé hollast að vera Trump þóknanlegir, þar sem áhrif hans á ákveðinn hóp kjósenda eru óumdeilanleg og hæfileikar hans til að fylla stríðskisturnar sömuleiðis. Þá gera margir ráð fyrir að hann freisti þess að ná aftur Hvíta húsinu 2024. Nú er forsetinn hins vegar í þeirri undarlegu stöðu að njóta stuðnings demókrata þegar kemur að því að auka fjárhagsaðstoð til almennings í Covid-19 faraldrinum og vera í andstöðu við samflokksmenn sína hvað varðar hermálafrumvarpið. „Getið þið ímyndað ykkur ef repúblikanar stælu forsetakosningum af demókrótum... Allt færi til andskotans,“ tísti forsetinn, sem virðist ekki enn hafa sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ Weak and tired Republican “leadership” will allow the bad Defense Bill to pass. Say goodbye to VITAL Section 230 termination, your National Monuments, Forts (names!) and Treasures (inserted by Elizabeth “Pocahontas” Warren), 5G, and our great soldiers....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 ....Can you imagine if the Republicans stole a Presidential Election from the Democrats - All hell would break out. Republican leadership only wants the path of least resistance. Our leaders (not me, of course!) are pathetic. They only know how to lose! P.S. I got MANY Senators..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06 Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06
Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51