„Það var bara ekki sérstök stemning fyrir því“ að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:51 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaðu Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að þing komi saman til fundar á morgun líkt og þingmenn stjórnarandstöðu höfðu kallað eftir. Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25
Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03
Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51