Bóluefnavandi ríkisstjórnarinnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 23. desember 2020 14:46 Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun