Bóluefnavandi ríkisstjórnarinnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 23. desember 2020 14:46 Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar