Trump sagður reiður út í allt og alla Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 14:30 Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur einangrast töluvert innan Repúblikanaflokksins, ef marka má fréttir vestanhafs. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem hafa vakið reiði forsetans, samkvæmt heimildum Axios innan Hvíta hússins, eru Mike Pence varaforseti, Mark Meadows starfsmannastjóri, Pat Cipollone lögmaður Hvíta hússins, Mike Pompeo utanríkisráðherra, og Mitch McConnell forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fráfarandi telur þessa aðila ekki berjast af nógu mikilli hörku fyrir því að snúa við niðurstöðum kosninganna, sem hann tapaði. Samkvæmt Axios telur Trump alla í kringum sig vera veikgeðja, heimska eða sviksama og hefur hann leitað skjóls meðal helstu stuðningsmanna sinna. Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa verulegar áhyggjur af þeim samtölum sem hafa átt sér stað innan veggja Hvíta hússins að undanförnu. Í frétt Axios segir að ef þú sért ekki á þeim nótum að Trump eigi að nota herinn eða heimavarnaráðuneytið til að breyta niðurstöðum kosninganna, telji forsetinn þig veikgeðja og virðir þig ekki viðlits. Enn fremur segir miðilinn að flestir starfsmenn Hvíta hússins forðist forsetann eins og þeir geti. Trump mun vera sannfærður um að Pence berjist ekki nógu kröftulega fyrir sig og hefur áhyggjur af 6. janúar. Þá á Pence, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna í síðasta mánuði. Það mun Trump líta á sem svik. Í gær fundaði Trump með Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, sem hefur leitt misheppnaða baráttu hans fyrir dómstólum til að snúa niðurstöðum kosninganna. Í kjölfar þess fundaði hann með þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sem tilheyra svokölluðum Frelsishóp. Þeirra á meðal var verðandi þingkonan Marjorie Taylor Greene, sem hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon-samsæriskenningarnar auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Aðrir í hópnum voru Sidney Powell, lögfræðingur sem hefur haldið fram innihaldslausum ásökunum um að kosningavélar hafi verið notaðar til að breyta atkvæðum Trumps í atkvæði til Bidens. Michael Flynn var þar einnig. Hann er fyrrverandi herforingi og þjóðaröryggisráðgjafi sem var dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og svo náðaður af Trump. Flynn lagði til á dögunum að Trump virkjaði herinn í baráttu sinni, lýsti yfir herlögum og héldi nýjar kosningar. Öskruðu á hvort annað Þau ræddu hvernig þau geta komið í veg fyrir að báðar deildir þingsins staðfesti niðurstöður kosninganna á sameiginlegum þingfundi þann 6. janúar. Washington Post segir að fundurinn hafi verið átakamikill þar sem fólk öskraði á hvort annað um gildi þeirra áætlana sem lagðar voru fram og hvort þær stæðust yfir höfuð stjórnarskrá landsins. Fox og Newsmax hafa birt margar sjónvarpsfréttir og þætti um kosningavélar frá fyrirtækjunum Smartmatic software og Dominion hafi verið notaðar til að svindla á forsetanum en um helgina og í gær birtu báðar fréttastöðvarnar innslög þar sem þær ásakanir voru skotnar niður. Það var gert eftir að fyrirtækin hótuðu fréttastöðvunum lögsóknum og kröfðust þess að innslögin yrðu birt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa vakið reiði forsetans, samkvæmt heimildum Axios innan Hvíta hússins, eru Mike Pence varaforseti, Mark Meadows starfsmannastjóri, Pat Cipollone lögmaður Hvíta hússins, Mike Pompeo utanríkisráðherra, og Mitch McConnell forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fráfarandi telur þessa aðila ekki berjast af nógu mikilli hörku fyrir því að snúa við niðurstöðum kosninganna, sem hann tapaði. Samkvæmt Axios telur Trump alla í kringum sig vera veikgeðja, heimska eða sviksama og hefur hann leitað skjóls meðal helstu stuðningsmanna sinna. Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa verulegar áhyggjur af þeim samtölum sem hafa átt sér stað innan veggja Hvíta hússins að undanförnu. Í frétt Axios segir að ef þú sért ekki á þeim nótum að Trump eigi að nota herinn eða heimavarnaráðuneytið til að breyta niðurstöðum kosninganna, telji forsetinn þig veikgeðja og virðir þig ekki viðlits. Enn fremur segir miðilinn að flestir starfsmenn Hvíta hússins forðist forsetann eins og þeir geti. Trump mun vera sannfærður um að Pence berjist ekki nógu kröftulega fyrir sig og hefur áhyggjur af 6. janúar. Þá á Pence, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna í síðasta mánuði. Það mun Trump líta á sem svik. Í gær fundaði Trump með Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, sem hefur leitt misheppnaða baráttu hans fyrir dómstólum til að snúa niðurstöðum kosninganna. Í kjölfar þess fundaði hann með þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sem tilheyra svokölluðum Frelsishóp. Þeirra á meðal var verðandi þingkonan Marjorie Taylor Greene, sem hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon-samsæriskenningarnar auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Aðrir í hópnum voru Sidney Powell, lögfræðingur sem hefur haldið fram innihaldslausum ásökunum um að kosningavélar hafi verið notaðar til að breyta atkvæðum Trumps í atkvæði til Bidens. Michael Flynn var þar einnig. Hann er fyrrverandi herforingi og þjóðaröryggisráðgjafi sem var dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og svo náðaður af Trump. Flynn lagði til á dögunum að Trump virkjaði herinn í baráttu sinni, lýsti yfir herlögum og héldi nýjar kosningar. Öskruðu á hvort annað Þau ræddu hvernig þau geta komið í veg fyrir að báðar deildir þingsins staðfesti niðurstöður kosninganna á sameiginlegum þingfundi þann 6. janúar. Washington Post segir að fundurinn hafi verið átakamikill þar sem fólk öskraði á hvort annað um gildi þeirra áætlana sem lagðar voru fram og hvort þær stæðust yfir höfuð stjórnarskrá landsins. Fox og Newsmax hafa birt margar sjónvarpsfréttir og þætti um kosningavélar frá fyrirtækjunum Smartmatic software og Dominion hafi verið notaðar til að svindla á forsetanum en um helgina og í gær birtu báðar fréttastöðvarnar innslög þar sem þær ásakanir voru skotnar niður. Það var gert eftir að fyrirtækin hótuðu fréttastöðvunum lögsóknum og kröfðust þess að innslögin yrðu birt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41