Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 23:00 Rudy Giuliani og Donald Trump hafa báðir haldið því ítrekað fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað, án þess að færa fram nokkrar sannanir. Drew Angerer/Getty Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. Reuters greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá framboði Trumps. Þar segir Rudy Giuliani, lögmaður Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York, að framboðið hefði sent réttinum beiðni um að þremur úrskurðum dómstóls í Pennsylvaníu, sem sneru að gildi póstatkvæða í ríkinu, yrði snúið við. „Beiðni framboðsins snýr að því að fá snúið þremur ákvörðunum sem gerðu lítið úr vernd löggjafans í Pennsylvaníu fyrir svindli með póstatkvæðum,“ segir Giuliani meðal annars í yfirlýsingunni. Giuliani sagði þá að með beiðninni leitaði framboðið allra mögulegra leiða til þess að fá úrslitum í ríkinu snúið. Ein þeirra væri að láta löggjafarþing ríkisins, sem stjórnað er af Repúblikanaflokknum, að veita Trump þau 20 kjörmannaatkvæði sem féllu í skaut Joes Biden, mótframbjóðanda forsetans, þegar hann vann ríkið með meira en 80.000 atkvæðum. Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum í nóvember.Joshua Roberts/Getty Hæstiréttur áður hafnað því að snúa úrslitunum Reuters hefur eftir Joshua Douglas, prófessor í kosningalögum við háskólann í Kentucky, að útspil framboðs forsetans sé lítilvægt. Telur hann að það muni ekki koma í veg fyrir að Biden verði sá sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. „Hæstiréttur mun slökkva í þessu með hraði,“ segir Douglas. Fyrir rúmri viku hafnaði rétturinn kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Biden vann sigur í öllum ríkjunum. Hæstiréttur vísaði beiðninni frá á þeim forsendum að Texas hefði ekki aðild að málinu, þar sem ekki þótti sýnt fram á lögvarða hagsmuni ríkisins af því að fá niðurstöðu um framkvæmd kosninga í öðrum ríkjum. Skömmu áður hafði Hæstiréttur hafnað beiðni sem fram kom í málsókn Mikes Kelly, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, um að póstatkvæði í Pennsylvaníu yrðu ekki talin. Fleiri viðurkenna sigur Bidens Þann 14. desember síðastliðinn komu kjörmenn hvers ríkis saman og greiddu þeim forsetaframbjóðanda sem vann í ríki þeirra atkvæði sín. Alls tryggði Biden sér 306 kjörmannaatkvæði í kosningunum í upphafi nóvember, en Trump 232. Minnst 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur í forsetakosningunum. Æ fleiri valdamiklir Repúblikanar hafa í kjölfarið viðurkennt sigur Bidens í kosningunum. Ber þar hæst að nefna Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frá því að sigur Bidens var ljós hafði hann ekki viljað viðurkenna úrslitin, en Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og þess vegna hafi hann tapað kosningunum. Forsetinn hefur þó ekki komið fram með neinar sannanir fyrir staðhæfingum sínum um víðtækt kosningasvindl. Þá hafa lögfræðingar hans heldur ekki getað sannfært dómstóla um að svik og prettir hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þann 6. janúar næskomandi mun Bandaríkjaþing fara yfir og telja kjörmannaatkvæðin, áður en það staðfestir endanlega úrslit kosninganna. Embættistaka Bidens mun þá fara fram þann 20. janúar 2021. Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Reuters greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá framboði Trumps. Þar segir Rudy Giuliani, lögmaður Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York, að framboðið hefði sent réttinum beiðni um að þremur úrskurðum dómstóls í Pennsylvaníu, sem sneru að gildi póstatkvæða í ríkinu, yrði snúið við. „Beiðni framboðsins snýr að því að fá snúið þremur ákvörðunum sem gerðu lítið úr vernd löggjafans í Pennsylvaníu fyrir svindli með póstatkvæðum,“ segir Giuliani meðal annars í yfirlýsingunni. Giuliani sagði þá að með beiðninni leitaði framboðið allra mögulegra leiða til þess að fá úrslitum í ríkinu snúið. Ein þeirra væri að láta löggjafarþing ríkisins, sem stjórnað er af Repúblikanaflokknum, að veita Trump þau 20 kjörmannaatkvæði sem féllu í skaut Joes Biden, mótframbjóðanda forsetans, þegar hann vann ríkið með meira en 80.000 atkvæðum. Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum í nóvember.Joshua Roberts/Getty Hæstiréttur áður hafnað því að snúa úrslitunum Reuters hefur eftir Joshua Douglas, prófessor í kosningalögum við háskólann í Kentucky, að útspil framboðs forsetans sé lítilvægt. Telur hann að það muni ekki koma í veg fyrir að Biden verði sá sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. „Hæstiréttur mun slökkva í þessu með hraði,“ segir Douglas. Fyrir rúmri viku hafnaði rétturinn kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Biden vann sigur í öllum ríkjunum. Hæstiréttur vísaði beiðninni frá á þeim forsendum að Texas hefði ekki aðild að málinu, þar sem ekki þótti sýnt fram á lögvarða hagsmuni ríkisins af því að fá niðurstöðu um framkvæmd kosninga í öðrum ríkjum. Skömmu áður hafði Hæstiréttur hafnað beiðni sem fram kom í málsókn Mikes Kelly, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, um að póstatkvæði í Pennsylvaníu yrðu ekki talin. Fleiri viðurkenna sigur Bidens Þann 14. desember síðastliðinn komu kjörmenn hvers ríkis saman og greiddu þeim forsetaframbjóðanda sem vann í ríki þeirra atkvæði sín. Alls tryggði Biden sér 306 kjörmannaatkvæði í kosningunum í upphafi nóvember, en Trump 232. Minnst 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur í forsetakosningunum. Æ fleiri valdamiklir Repúblikanar hafa í kjölfarið viðurkennt sigur Bidens í kosningunum. Ber þar hæst að nefna Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frá því að sigur Bidens var ljós hafði hann ekki viljað viðurkenna úrslitin, en Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og þess vegna hafi hann tapað kosningunum. Forsetinn hefur þó ekki komið fram með neinar sannanir fyrir staðhæfingum sínum um víðtækt kosningasvindl. Þá hafa lögfræðingar hans heldur ekki getað sannfært dómstóla um að svik og prettir hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þann 6. janúar næskomandi mun Bandaríkjaþing fara yfir og telja kjörmannaatkvæðin, áður en það staðfestir endanlega úrslit kosninganna. Embættistaka Bidens mun þá fara fram þann 20. janúar 2021.
Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00