Sóknarhugur einkennir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 18. desember 2020 13:00 Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun