Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 08:26 Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. VÍSIR/HAFSTEINN Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag þar sem rætt er við Ingvar Smára Birgisson, lögmann eCommerce. Hann segir meiðyrði ekki bundin við það að þau séu sett fram á vef- eða fjölmiðlum, heldur geti einnig verið um meiðyrði að ræða þegar ritað er í lokuðum hópum á Facebook, spjallrásum eða tölvupósti. Af hálfu eCommerce er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fyrirtækið fram á skaðabætur upp á aðra milljón króna og birtingu leiðréttingar á ummælunum. Neytendasamtökin hafa gagnstefnt eCommerce í málinu og krafist einnar milljónar króna vegna ofgreidds kostnaðar, en samtökin fengu kröfuna framselda frá einstaklingi sem taldi sig hafa ofgreitt. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Umsvifamikið á smálánamarkaði Smálánafyrirtækið eCommerce bauð upp á smálán í gegnum fyrirtækin 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Málefni eCommerce voru töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2019 eftir að Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist ekki geta ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við fyrirtækið. Hafði hún efasemdir um að lántökukostnaður viðskiptavina yrði innan löglegra marka, en fyrirtækið hafði þá lækkað vexti niður í hæstu leyfilegu vexti. Í ágúst á síðasta ári úrskurðaði Neytendastofa svo að fyrirtækið hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með innheimtu kostnaðar af neytendalánum sem nam hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þá hafi upplýsingagjöf í eyðublaði sem fylgdi lánum og lánssamningum verið ófullnægjandi. Fyrirtækið mótmæli úrskurðinum og sagðist ósammála því að íslensk lög myndu gilda um smálánasamninga. Var því ákveðið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti svo úrskurð Neytendastofu í vor. Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag þar sem rætt er við Ingvar Smára Birgisson, lögmann eCommerce. Hann segir meiðyrði ekki bundin við það að þau séu sett fram á vef- eða fjölmiðlum, heldur geti einnig verið um meiðyrði að ræða þegar ritað er í lokuðum hópum á Facebook, spjallrásum eða tölvupósti. Af hálfu eCommerce er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fyrirtækið fram á skaðabætur upp á aðra milljón króna og birtingu leiðréttingar á ummælunum. Neytendasamtökin hafa gagnstefnt eCommerce í málinu og krafist einnar milljónar króna vegna ofgreidds kostnaðar, en samtökin fengu kröfuna framselda frá einstaklingi sem taldi sig hafa ofgreitt. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Umsvifamikið á smálánamarkaði Smálánafyrirtækið eCommerce bauð upp á smálán í gegnum fyrirtækin 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Málefni eCommerce voru töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2019 eftir að Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist ekki geta ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við fyrirtækið. Hafði hún efasemdir um að lántökukostnaður viðskiptavina yrði innan löglegra marka, en fyrirtækið hafði þá lækkað vexti niður í hæstu leyfilegu vexti. Í ágúst á síðasta ári úrskurðaði Neytendastofa svo að fyrirtækið hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með innheimtu kostnaðar af neytendalánum sem nam hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þá hafi upplýsingagjöf í eyðublaði sem fylgdi lánum og lánssamningum verið ófullnægjandi. Fyrirtækið mótmæli úrskurðinum og sagðist ósammála því að íslensk lög myndu gilda um smálánasamninga. Var því ákveðið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti svo úrskurð Neytendastofu í vor.
Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55
Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30