Þvinguð hjónabönd hreppa Óli Halldórsson skrifar 17. desember 2020 14:00 Nýverið var samþykkt þingsályktun um að leggja af öll fámennari sveitarfélög. Innan tveggja ára eiga þau að hverfa sem hafa undir 250 íbúa, og innan fimm ára þau sem eftir eru með íbúa undir 1.000. Þessi stefna virðist rekin af Framsóknarflokknum helst allra í gegnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og hefur verið pískuð rösklega áfram á þeim vettvangi í fámennari byggðum landsins. Þessi fyrirætlan virðist ennfremur hafa haft stuðning Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þar hafa nú reyndar verið skiptar skoðanir um málið. Nefndirnar Margar nefndir hafa undanfarin ár fengist við úrbætur á vettvangi sveitarfélaga. Af öllum þeim mörgu og brýnu viðfangsefnum sem af er að taka þá vekur alltaf undrun sú fádæma athygli sem tilvist fámennra sveitarfélaga fær í þessum nefndum. Afgerandi meirihluti íbúa landsins býr á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum stærri sveitarfélögum landsins, ekki þessum sem telja undir 1.000 íbúa. Samt endar það sem fyrsta málsgrein í nýlegri aðgerðaáætlun í málefnum sveitarfélaga að „Ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa“. Erindin eru nokkur, en þetta er viðlagið í söngnum. Og það virðist engu máli skipta hér hvort rekstur þessara sveitarfélaga gengur vel eða illa eða hvort íbúar þeirra njóti góðrar þjónustu eða ekki. Þetta er undarlegt. Röksemdirnar Rökin sem jafnan eru lögð til grundvallar þvinguðum sameiningum sveitarfélaga eru af tvennum toga í meginefnum; (a) bættur fjárhagur og rekstur og (b) faglegir burðir til að sinna verkefnum. Þó er ekki auðséð neitt samhengi fjölmennari sveitarfélaga og betri rekstrar og fjáhagsstöðu. Við rýni lykiltalna í árbók sveitarfélaga vakna eignlega fleiri spurningar en svör um orsakasamhengi mannfjölda sveitarfélaga og fjárhagsstöðu. Það verður þó ekki dregið í efa að flókin viðfangsefni, til að mynda skipulagsmál, félagsþjónusta og fræðslustarf, útheimta auðvitað burðuga stjórnsýslu. En það er ekkert sem knýr á um það að þessi verkefni þurfi í öllum tilvikum að útfæra með því að fullmanna þessa faglegu stjórnsýslu í hverju einasta sveitarfélagi. Til eru byggðasamlög og samstarf af ýmsum toga, þar sem sveitarfélög, stór og smá, samreka tiltekna málaflokka, einmitt til að tryggja faglega þjónustu. Reykjavík gerir þetta til dæmis með öðrum höfuðborgarsveitarfélögum í brunamálum og sorpmálum. Ýmis smærri sveitarfélög gera þetta í grunnskólarekstri og félagsþjónustu. Þjónustan frekar en fjöldinn Grundvallaratriði alls þessa máls ætti að vera þjónusta sem veitt er í hverju samfélagi. Hvort sem fengist er við barnavernd eða skólastarf, skipulag eða snjómokstur. Það þyrfti að verja kröftum í það að efla og þróa slíka samvinnu sveitarfélaga, þannig að starfsumhverfi þeirra tryggi lýðræðisleg en þó skilvirk form til að geta rekið stjórnsýslu þvert á sveitarfélagamörk. Það getur jafnvel verið mjög fýsilegur kostur fyrir fjölmennari sveitarfélög líka að eiga gagnkvæmt samstarf við nærliggjandi fámennari sveitarfélög um samnýtingu stjórnsýslu og þjónustu. Þeim stærri er hins vegar enginn greiði gerður með því að vera sett í þá stöðu að grannar þeirra verði þvingaðir gegn vilja til sameiningar við þau. Það getur tekið kynslóðir að mynda vel starfhæfar heildir úr slíkum gjörningum. Norðausturlandi umbylt Fullljóst er að á Norðausturhorninu einu munu þessar þvingunaraðgerðir umbylta munstri sveitarfélaga á dreifbýlli svæðunum. Augljós dæmi eru sveitarfélög allt frá Hörgársveit vestan Eyjafjarðar og Grenivík og Svalbarðsströnd að austanverðu. Einnig í Þingeyjarsveit og Mývatnssveit, og á Tjörnesinu og austur í Þistilfjörð og Vopnafjörð. Á Austurlandi er það öðru fremur Fljótdsalshreppur sem verður skorinn. Það er engin skynsemi í þessu. Úrbótum á stóru málunum á starfsvettvangi sveitarfélaga verður ekki náð með þessu kroppi ofan frá í sárafáar prósentur íbúa landsins í fámennum hreppum til að knýja þá til fylgilags við granna þvert á vilja þeirra. Sveitarfélög eiga að sameinast ef íbúar þeirra kjósa það sjálfir, og þá má gjarnan hjálpa þeim við það, en ekki öðruvísi. Það þarf að falla frá þessum þvinguðu hjónaböndum. Höfundur er kjörinn fulltrúi VG til sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var samþykkt þingsályktun um að leggja af öll fámennari sveitarfélög. Innan tveggja ára eiga þau að hverfa sem hafa undir 250 íbúa, og innan fimm ára þau sem eftir eru með íbúa undir 1.000. Þessi stefna virðist rekin af Framsóknarflokknum helst allra í gegnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og hefur verið pískuð rösklega áfram á þeim vettvangi í fámennari byggðum landsins. Þessi fyrirætlan virðist ennfremur hafa haft stuðning Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þar hafa nú reyndar verið skiptar skoðanir um málið. Nefndirnar Margar nefndir hafa undanfarin ár fengist við úrbætur á vettvangi sveitarfélaga. Af öllum þeim mörgu og brýnu viðfangsefnum sem af er að taka þá vekur alltaf undrun sú fádæma athygli sem tilvist fámennra sveitarfélaga fær í þessum nefndum. Afgerandi meirihluti íbúa landsins býr á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum stærri sveitarfélögum landsins, ekki þessum sem telja undir 1.000 íbúa. Samt endar það sem fyrsta málsgrein í nýlegri aðgerðaáætlun í málefnum sveitarfélaga að „Ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa“. Erindin eru nokkur, en þetta er viðlagið í söngnum. Og það virðist engu máli skipta hér hvort rekstur þessara sveitarfélaga gengur vel eða illa eða hvort íbúar þeirra njóti góðrar þjónustu eða ekki. Þetta er undarlegt. Röksemdirnar Rökin sem jafnan eru lögð til grundvallar þvinguðum sameiningum sveitarfélaga eru af tvennum toga í meginefnum; (a) bættur fjárhagur og rekstur og (b) faglegir burðir til að sinna verkefnum. Þó er ekki auðséð neitt samhengi fjölmennari sveitarfélaga og betri rekstrar og fjáhagsstöðu. Við rýni lykiltalna í árbók sveitarfélaga vakna eignlega fleiri spurningar en svör um orsakasamhengi mannfjölda sveitarfélaga og fjárhagsstöðu. Það verður þó ekki dregið í efa að flókin viðfangsefni, til að mynda skipulagsmál, félagsþjónusta og fræðslustarf, útheimta auðvitað burðuga stjórnsýslu. En það er ekkert sem knýr á um það að þessi verkefni þurfi í öllum tilvikum að útfæra með því að fullmanna þessa faglegu stjórnsýslu í hverju einasta sveitarfélagi. Til eru byggðasamlög og samstarf af ýmsum toga, þar sem sveitarfélög, stór og smá, samreka tiltekna málaflokka, einmitt til að tryggja faglega þjónustu. Reykjavík gerir þetta til dæmis með öðrum höfuðborgarsveitarfélögum í brunamálum og sorpmálum. Ýmis smærri sveitarfélög gera þetta í grunnskólarekstri og félagsþjónustu. Þjónustan frekar en fjöldinn Grundvallaratriði alls þessa máls ætti að vera þjónusta sem veitt er í hverju samfélagi. Hvort sem fengist er við barnavernd eða skólastarf, skipulag eða snjómokstur. Það þyrfti að verja kröftum í það að efla og þróa slíka samvinnu sveitarfélaga, þannig að starfsumhverfi þeirra tryggi lýðræðisleg en þó skilvirk form til að geta rekið stjórnsýslu þvert á sveitarfélagamörk. Það getur jafnvel verið mjög fýsilegur kostur fyrir fjölmennari sveitarfélög líka að eiga gagnkvæmt samstarf við nærliggjandi fámennari sveitarfélög um samnýtingu stjórnsýslu og þjónustu. Þeim stærri er hins vegar enginn greiði gerður með því að vera sett í þá stöðu að grannar þeirra verði þvingaðir gegn vilja til sameiningar við þau. Það getur tekið kynslóðir að mynda vel starfhæfar heildir úr slíkum gjörningum. Norðausturlandi umbylt Fullljóst er að á Norðausturhorninu einu munu þessar þvingunaraðgerðir umbylta munstri sveitarfélaga á dreifbýlli svæðunum. Augljós dæmi eru sveitarfélög allt frá Hörgársveit vestan Eyjafjarðar og Grenivík og Svalbarðsströnd að austanverðu. Einnig í Þingeyjarsveit og Mývatnssveit, og á Tjörnesinu og austur í Þistilfjörð og Vopnafjörð. Á Austurlandi er það öðru fremur Fljótdsalshreppur sem verður skorinn. Það er engin skynsemi í þessu. Úrbótum á stóru málunum á starfsvettvangi sveitarfélaga verður ekki náð með þessu kroppi ofan frá í sárafáar prósentur íbúa landsins í fámennum hreppum til að knýja þá til fylgilags við granna þvert á vilja þeirra. Sveitarfélög eiga að sameinast ef íbúar þeirra kjósa það sjálfir, og þá má gjarnan hjálpa þeim við það, en ekki öðruvísi. Það þarf að falla frá þessum þvinguðu hjónaböndum. Höfundur er kjörinn fulltrúi VG til sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar