Rannsakendur WHO á leið til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 23:22 Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Wuhan í Kína fyrr á árinu. AP/Chinatopix Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira