Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 23:14 William Barr og Donald Trump. Barr tók við embætti dómsmálaráðherra eftir að Trump rak Jeff Sessions fyrir það að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluð. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. Jeff Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, mun sinna stöðunni sem starfandi dómsmálaráðherra. Í tísti sínu segir Trump að samband hans og Barr hafi verið mjög gott og ráðherrann fráfarandi hafi staðið sig frábærlega í starfi. Barr hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans fráfarandi og hefur ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í þágu Trumps. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Barr lýsti því þó yfir í viðtali fyrir skömmu að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki fundið sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Í kjölfar þess neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til Barr. Stuðningsmenn forsetans snerust gegn Barr og sökuðu hann meðal annars um að tilheyra Djúpríkinu svokallaða. Þá bárust fregnir af því að Barr væri að íhuga að hætta og sömuleiðis höfðu fjölmiðlar vestanhafs heimildir fyrir því að Trump væri svo reiður út í Barr að hann ætlaði sér að reka hann. Trump birti afsagnarbréf Barr á Twitter og þar fer ráðherrann einkar fögrum orðum um forsetann. Í afsagnarbréfi sínu baðar Barr Trump lofi fyrir allt frá því að hafa byggt upp öflugasta efnahag heims í að hafa bjargað milljónum mannslífa í tengslum við heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Hann þakkar Trump fyrir fund þeirra um staðhæfingar Trumps um kosningasvik nú í kvöld og staðhæfir að ráðuneytið muni halda áfram að rannsaka innihaldslausar ásakanir Trumps. Barr segir það mikilvægt að standa vörð um heilindi kosninga á þessum tímum þar sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjamanna. Mikilvægt sé að ýta undir trúverðugleika niðurstaðna kosninganna. Þá segir Barr að hann sé stoltur af rullu sinni í ríkisstjórn Trumps og gagnrýnir pólitíska andstæðinga hans fyrir að hafa ekki staðið við bakið á forsetanum. Hann sakar þá sömuleiðis um að hafa beitt svívirðilegum og sviksömum aðferðum gegn forsetanum. Það hafi kristallast í ásökunum gegn Trump um að hafa starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Barr var í fyrra sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trumps í tengslum við niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafði ráðherrann gefið út „samantekt“ á niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, og hreinsað Trump af allri sök. Mueller sjálfur var ósáttur við þessi skrif Barr. ...Deputy Attorney General Jeff Rosen, an outstanding person, will become Acting Attorney General. Highly respected Richard Donoghue will be taking over the duties of Deputy Attorney General. Thank you to all! pic.twitter.com/V5sqOJT9PM— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Jeff Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, mun sinna stöðunni sem starfandi dómsmálaráðherra. Í tísti sínu segir Trump að samband hans og Barr hafi verið mjög gott og ráðherrann fráfarandi hafi staðið sig frábærlega í starfi. Barr hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans fráfarandi og hefur ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í þágu Trumps. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Barr lýsti því þó yfir í viðtali fyrir skömmu að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki fundið sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Í kjölfar þess neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til Barr. Stuðningsmenn forsetans snerust gegn Barr og sökuðu hann meðal annars um að tilheyra Djúpríkinu svokallaða. Þá bárust fregnir af því að Barr væri að íhuga að hætta og sömuleiðis höfðu fjölmiðlar vestanhafs heimildir fyrir því að Trump væri svo reiður út í Barr að hann ætlaði sér að reka hann. Trump birti afsagnarbréf Barr á Twitter og þar fer ráðherrann einkar fögrum orðum um forsetann. Í afsagnarbréfi sínu baðar Barr Trump lofi fyrir allt frá því að hafa byggt upp öflugasta efnahag heims í að hafa bjargað milljónum mannslífa í tengslum við heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Hann þakkar Trump fyrir fund þeirra um staðhæfingar Trumps um kosningasvik nú í kvöld og staðhæfir að ráðuneytið muni halda áfram að rannsaka innihaldslausar ásakanir Trumps. Barr segir það mikilvægt að standa vörð um heilindi kosninga á þessum tímum þar sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjamanna. Mikilvægt sé að ýta undir trúverðugleika niðurstaðna kosninganna. Þá segir Barr að hann sé stoltur af rullu sinni í ríkisstjórn Trumps og gagnrýnir pólitíska andstæðinga hans fyrir að hafa ekki staðið við bakið á forsetanum. Hann sakar þá sömuleiðis um að hafa beitt svívirðilegum og sviksömum aðferðum gegn forsetanum. Það hafi kristallast í ásökunum gegn Trump um að hafa starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Barr var í fyrra sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trumps í tengslum við niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafði ráðherrann gefið út „samantekt“ á niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, og hreinsað Trump af allri sök. Mueller sjálfur var ósáttur við þessi skrif Barr. ...Deputy Attorney General Jeff Rosen, an outstanding person, will become Acting Attorney General. Highly respected Richard Donoghue will be taking over the duties of Deputy Attorney General. Thank you to all! pic.twitter.com/V5sqOJT9PM— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55