Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 09:11 Trump segir niðurstöðu réttarins vonbrigði. Hæstiréttur hafi brugðist. Getty/Al drago Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51