Conte reiður út í Capello: „Hugsaðu áður en þú spyrð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 15:31 Antonio Conte gat ekki leynt óánægju sinni eftir leikinn gegn Shakhtar Donetsk í gær. getty/Jonathan Moscrop Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var langt frá því að vera sáttur eftir að hans menn duttu út úr Meistaradeild Evrópu og reifst meðal annars við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti