Erlent

Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Enn er sagt vera „mjög langt bil“ á milli samningsaðilanna tveggja. 
Enn er sagt vera „mjög langt bil“ á milli samningsaðilanna tveggja.  EPA/LIVIER HOSLET

Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút.

BBC hefur eftir háttsettum embættismanni í breska forsætisráðuneytinu að „langt bil sé enn á milli samningsaðila og það sé enn óljóst hvort það bil takist að brúa,“ en að samtalið muni haldi áfram fram á sunnudag, en ekki lengur. Von der Leyen segir jafnframt í yfirlýsingu að enn beri mikið í milli.

Fyrir kvöldverðarfund þeirra von der Leyen og Johnsson ríkti ekki mikil bjartsýni og ólíklegt virtist að Bretar myndu ná samningum við ESB um viðskiptasamning fyrir áramót þegar núgildandi samningar renna sitt skeið.

Samninganefnd Breta segir umræðurnar hafa verið hreinskiptar hvað varðar þýðingarmiklar hindranir sem enn séu í veginum fyrir því að samningar náist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×