Innbrotsþjófurinn stal myndavélum, tölvum og klósettpappír Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2020 23:01 Þjófurinn hvolfdi sófanum þeirra Svölu og Emils og reif allt steini léttara úr hillum og skápum. Aðsend/Svala Óskemmtileg aðkoma beið þeirra Svölu Jóhannsdóttur og Emils Christoffers Bager Holm þegar þau komu heim úr vinnu í gær. Óprúttinn aðili hafði brotist inn á heimili þeirra í Laugardalnum og stolið öllu steini léttara, allt frá dýrum myndvélabúnaði, tölvum og yfirhöfnum yfir í klósettpappír og óhreinatau parsins. „Við erum alveg miður okkar, bara í algjöru áfalli. Það var öllu rænt af okkur og við erum eiginlega bara alls laus,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Öllum fötunum hans Emils var stolið af þjófnum, nær öllum raftækjum af heimilinu, förðunarvörum Svölu, skóm, yfirhöfnum og svo mætti lengi telja. „Klósettpappírnum var meira að segja stolið, óhreina tauinu okkar og meira að segja kynlífstækjum. Öll handklæði og rúmföt. Það var bara allt tekið,“ segir Svala. „Hann hefur verið með einhverja yfirnáttúrulega krafta“ Nágrannar þeirra Svölu og Emils höfðu komið að opinni útidyrahurðinni, ekki litist á blikuna og hringt í Emil, sem dreif sig heim úr vinnunni og kom að heimilinu sem lagt hafði verið í rúst um klukkan hálf fimm. Svala segir að þjófurinn hafi brotist inn um eldhúsgluggann, en það var augljóst þar sem skófar var í gluggakistunni. Þaðan fór hann ránshendi um íbúðina alla eins og áður segir og braut og bramlaði það sem hendi var næst. Aðkoman að heimilinu okkar í gær var svona. Öllu hvolfað og stolið og heilmargt ónýtt. Allar yfirhafnirnar okkar,...Posted by Svala Jóhannsdóttir on Tuesday, December 8, 2020 Þjófurinn sneri sófa parsins á hvolf sem brotnaði í hamaganginum, braut prentara og virðist sem hann hafi opnað alla skápa og skúffur og hrint öllu niður á gólf. „Hann hefur verið með einhverja yfirnáttúrulega krafta því hann hrinti upp sófanum alveg upp á rönd og braut hann, eyðilagði plötuspilarann okkar, eyðilagði prentara og braut glös,“ segir Svala. „Hann fór í gegn um nærfataskúffurnar okkar beggja og alla persónulega muni, það var allt á öðrum endanum. Hann tók óhreina tauið okkar beggja og klósettpappírinn sem ég var nýbúin að kaupa í gær dýrum dómum í Krambúðinni,“ segir Svala og hlær. „Við erum búin að reyna að sjá það sem er fyndið líka en við förum fram og til baka við að hlæja að þessu og svo gráta líka þannig að allar tilfinningarnar eru til staðar“ segir Svala. Tjónið hleypur á milljónum króna Þjófurinn náðist á myndband þar sem hann bakkaði bifreið sinni inn í bílastæði Emils og Svölu. Bíllinn er blár Lexus jeppi, en ekki sást bílnúmer á myndbandinu. Þá sást þjófurinn á myndbandinu en ekki svo vel að hann þekktist. Maðurinn er hávaxinn og dökkhærður, hann var klæddur í dökkan síðan frakka og haltraði. „Maðurinn var byrjaður að bera eitthvað út í bíl, það sást á myndbandinu. Það sást ekki skýr andlitsmynd en við vitum hvernig bíl hann er á allavega,“ segir Svala. „Við erum eiginlega að taka bara hvern klukkutímann í einu, þetta er alveg ofboðslegt áfall,“ segir Svala. Tjónið sem þau hafa orðið fyrir hleypur á milljónum, bæði vegna tækja sem var stolið og rándýrra yfirhafna, þar á meðal pelsa, úlpu frá 66 norður og mokkakápu sem Svala erfði frá ömmu sinni og var sérsaumuð á hana á áttunda áratugnum. „Hann tók fullt af myndavélabúnaði, hörðum drifum fullum af ljósmyndum og öllum tölvunum okkar var stolið og yfirhöfnum sem eru mörg hundruð þúsund króna virði,“ segir Svala. „Rándýr útivistafatnaður og mikið af munum með tilfinningalegt gildi. Allt sem ég erfði eftir ömmur mínar báðar, allir skartgripir farnir. Svo var ég með spegil af æskuheimili mínu sem hefur verið í fjölskyldunni í áratugi sem hann tók. Svo mokkakápa sem var sérsaumuð á ömmu mína á áttunda áratugnum, þetta voru hlutir sem ég hélt ég myndi taka með mér nánast í gröfina,“ segir Svala. „Það er ekkert sem bætir það.“ Eins og sjá má hafði þjófurinn hraðar hendur.Aðsend/Svala Blessunarlega bjargaðist kisa Svala segir að fólkið í kring um þau hafi verið ótrúlega stuðningsríkt og brugðist snarlega við þegar fréttir bárust af innbrotinu. „Við erum búin að fá ótrúlega mikinn stuðning frá fólki í hverfinu og fólki í kring um okkur og erum búin að fá handklæði að gjöf og mat og Emil er búinn að fá eitthvað af fötum gefins. Svo hefur fólk verið að leggja eitthvað inn á reikninginn hjá okkur líka,“ segir Svala. Kötturinn þeirra Svölu og Emils var heima þegar þjófurinn fór ránshendi um íbúðina en Svala segir að til allrar lukku sé hún ómeidd. Hún hafi verið mjög skelkuð en til allrar hamingju hafi ekki orðið nein slys á fólki. Þjófurinn tók nær allar yfirhafnir parsins og skó, og braut prentara í leiðinni.Aðsend/Svala „Sem að lögreglan hefur aldrei séð áður,“ segir Svala. „Þetta var svolítið eins og að labba inn í sakamálaþátt þegar maður kom heim. Þetta var eins og kjarnorkusprengja, og allt einn maður.“ Hún segist gáttuð á því hvað þjófurinn hafi tekið handahófskennda hluti í ráninu. „Hann skildi eftir lítið sjónvarp, myndavél og iPad svo tók hann einhverja mjög handahófskennda hluti eins og óhreina tauið okkar og klósettpappír. Þetta nær bara engri átt,“ segir Svala. „Ég bara innilega vona að hann finnist og eitthvað af þessum munum komi í leitirnar, sérstaklega þeir sem ekki er hægt að bæta upp. Hún segir ránið mjög mikið áfall nú á aðventunni. Þjófurinn hafi tekið heilan helling af jólagjöfum sem þau hafi verið búin að kaupa og ólíklegt sé að þau geti gefið jólagjafir í ár. Getið þið haft augun opin fyrir þessum flíkum? þeim var öllum stolið af heimilinu mínu Ljós stuttur gervi pels...Posted by Svala Jóhannsdóttir on Wednesday, December 9, 2020 Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Hægt er að styrkja þau Svölu og Emil og eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0513-14-404921, kt. 3008952479 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„Við erum alveg miður okkar, bara í algjöru áfalli. Það var öllu rænt af okkur og við erum eiginlega bara alls laus,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Öllum fötunum hans Emils var stolið af þjófnum, nær öllum raftækjum af heimilinu, förðunarvörum Svölu, skóm, yfirhöfnum og svo mætti lengi telja. „Klósettpappírnum var meira að segja stolið, óhreina tauinu okkar og meira að segja kynlífstækjum. Öll handklæði og rúmföt. Það var bara allt tekið,“ segir Svala. „Hann hefur verið með einhverja yfirnáttúrulega krafta“ Nágrannar þeirra Svölu og Emils höfðu komið að opinni útidyrahurðinni, ekki litist á blikuna og hringt í Emil, sem dreif sig heim úr vinnunni og kom að heimilinu sem lagt hafði verið í rúst um klukkan hálf fimm. Svala segir að þjófurinn hafi brotist inn um eldhúsgluggann, en það var augljóst þar sem skófar var í gluggakistunni. Þaðan fór hann ránshendi um íbúðina alla eins og áður segir og braut og bramlaði það sem hendi var næst. Aðkoman að heimilinu okkar í gær var svona. Öllu hvolfað og stolið og heilmargt ónýtt. Allar yfirhafnirnar okkar,...Posted by Svala Jóhannsdóttir on Tuesday, December 8, 2020 Þjófurinn sneri sófa parsins á hvolf sem brotnaði í hamaganginum, braut prentara og virðist sem hann hafi opnað alla skápa og skúffur og hrint öllu niður á gólf. „Hann hefur verið með einhverja yfirnáttúrulega krafta því hann hrinti upp sófanum alveg upp á rönd og braut hann, eyðilagði plötuspilarann okkar, eyðilagði prentara og braut glös,“ segir Svala. „Hann fór í gegn um nærfataskúffurnar okkar beggja og alla persónulega muni, það var allt á öðrum endanum. Hann tók óhreina tauið okkar beggja og klósettpappírinn sem ég var nýbúin að kaupa í gær dýrum dómum í Krambúðinni,“ segir Svala og hlær. „Við erum búin að reyna að sjá það sem er fyndið líka en við förum fram og til baka við að hlæja að þessu og svo gráta líka þannig að allar tilfinningarnar eru til staðar“ segir Svala. Tjónið hleypur á milljónum króna Þjófurinn náðist á myndband þar sem hann bakkaði bifreið sinni inn í bílastæði Emils og Svölu. Bíllinn er blár Lexus jeppi, en ekki sást bílnúmer á myndbandinu. Þá sást þjófurinn á myndbandinu en ekki svo vel að hann þekktist. Maðurinn er hávaxinn og dökkhærður, hann var klæddur í dökkan síðan frakka og haltraði. „Maðurinn var byrjaður að bera eitthvað út í bíl, það sást á myndbandinu. Það sást ekki skýr andlitsmynd en við vitum hvernig bíl hann er á allavega,“ segir Svala. „Við erum eiginlega að taka bara hvern klukkutímann í einu, þetta er alveg ofboðslegt áfall,“ segir Svala. Tjónið sem þau hafa orðið fyrir hleypur á milljónum, bæði vegna tækja sem var stolið og rándýrra yfirhafna, þar á meðal pelsa, úlpu frá 66 norður og mokkakápu sem Svala erfði frá ömmu sinni og var sérsaumuð á hana á áttunda áratugnum. „Hann tók fullt af myndavélabúnaði, hörðum drifum fullum af ljósmyndum og öllum tölvunum okkar var stolið og yfirhöfnum sem eru mörg hundruð þúsund króna virði,“ segir Svala. „Rándýr útivistafatnaður og mikið af munum með tilfinningalegt gildi. Allt sem ég erfði eftir ömmur mínar báðar, allir skartgripir farnir. Svo var ég með spegil af æskuheimili mínu sem hefur verið í fjölskyldunni í áratugi sem hann tók. Svo mokkakápa sem var sérsaumuð á ömmu mína á áttunda áratugnum, þetta voru hlutir sem ég hélt ég myndi taka með mér nánast í gröfina,“ segir Svala. „Það er ekkert sem bætir það.“ Eins og sjá má hafði þjófurinn hraðar hendur.Aðsend/Svala Blessunarlega bjargaðist kisa Svala segir að fólkið í kring um þau hafi verið ótrúlega stuðningsríkt og brugðist snarlega við þegar fréttir bárust af innbrotinu. „Við erum búin að fá ótrúlega mikinn stuðning frá fólki í hverfinu og fólki í kring um okkur og erum búin að fá handklæði að gjöf og mat og Emil er búinn að fá eitthvað af fötum gefins. Svo hefur fólk verið að leggja eitthvað inn á reikninginn hjá okkur líka,“ segir Svala. Kötturinn þeirra Svölu og Emils var heima þegar þjófurinn fór ránshendi um íbúðina en Svala segir að til allrar lukku sé hún ómeidd. Hún hafi verið mjög skelkuð en til allrar hamingju hafi ekki orðið nein slys á fólki. Þjófurinn tók nær allar yfirhafnir parsins og skó, og braut prentara í leiðinni.Aðsend/Svala „Sem að lögreglan hefur aldrei séð áður,“ segir Svala. „Þetta var svolítið eins og að labba inn í sakamálaþátt þegar maður kom heim. Þetta var eins og kjarnorkusprengja, og allt einn maður.“ Hún segist gáttuð á því hvað þjófurinn hafi tekið handahófskennda hluti í ráninu. „Hann skildi eftir lítið sjónvarp, myndavél og iPad svo tók hann einhverja mjög handahófskennda hluti eins og óhreina tauið okkar og klósettpappír. Þetta nær bara engri átt,“ segir Svala. „Ég bara innilega vona að hann finnist og eitthvað af þessum munum komi í leitirnar, sérstaklega þeir sem ekki er hægt að bæta upp. Hún segir ránið mjög mikið áfall nú á aðventunni. Þjófurinn hafi tekið heilan helling af jólagjöfum sem þau hafi verið búin að kaupa og ólíklegt sé að þau geti gefið jólagjafir í ár. Getið þið haft augun opin fyrir þessum flíkum? þeim var öllum stolið af heimilinu mínu Ljós stuttur gervi pels...Posted by Svala Jóhannsdóttir on Wednesday, December 9, 2020 Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Hægt er að styrkja þau Svölu og Emil og eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0513-14-404921, kt. 3008952479
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira