Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 18:07 Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og Evrópumeistari með Lyon, hefur tjáð sig um hvað fór fram í Ungverjalandi og umfjöllun í kringum málið. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. Eftir 1-0 sigurinn mun Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Í kjölfarið spruttu upp allskyns sögur um hvað hefði farið fram er liðið fagnaði sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Jón Þór sagði af sér í kjölfarið og nú hefur Sara Björk birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni vegna málsins. Önnur ber heitið „Fyrir mína hönd“ og hin „Fyrir hönd leikmanna.“ Í færslunni sem ber heitið „Fyrir mína hönd“ segist Sara Björk vilja svara fyrir þau ummæli sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum að hún hafi haft áhrif á ákvörðun varðandi starf Jóns Þórs sem landsliðsþjálfara. „Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ segir í færslu Söru Bjarkar. Þá er hún ósátt með alhæfingar í fjölmiðlum og segir ósannar fullyrðingar búa til ímynd af henni sem er einfaldlega röng. „Ég vil því taka það fram að sem leikmaður hef ég alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær að þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu,“ bætti Sara Björk við. Þá sagði hún að KSÍ sæi alfarið um að ákveða hver væri landsliðsþjálfari. „… snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þeta mál.“ Fyrir mína hönd pic.twitter.com/XK9Abjk01y— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Sara Björk segir hegðun Jóns Þórs hafa verið óásættanlega gagnvart hluta hópsins að loknum sigrinum gegn Ungverjalandi. „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem hafa valdið trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir Sara Björk í síðara tístinu. Landsliðsfyrirliðinn tekur fram að KSÍ ráði hver gegni starfi landsliðsþjálfara og er ósátt með uppspuna fjölmiðla varðandi það hvort ákveðnir leikmenn myndu ekki gefa kost á sér ef Jón Þór hefði haldið áfram sem þjálfari. „Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahópsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttaflutningi harðlega. Leikmönnum finnst sorglegt að umfjöllun um framtíð Jóns Þórs sé farin að færast yfir í vangaveltur um áhrif leikmanna liðsins á niðurstöðu málsins.“ Sara Björk segir leikmenn bera fullt traust til KSÍ varðandi úrlausn málsins. Að lokum segir hún hópinn mjög ánægðan með að hafa náð markmiði sínu að komast á EM 2022. „Það eina sem við hugsum um núna er að undirbúa okkur sem allra best fyrir komandi keppni. Við erum mjög einbeittar í undirbúningi fyrir verkefni og við ætlum að gera landsmenn stolfa af okkur í Englandi,“ sagði Sara Björk að lokum. Fyrir hönd leikmanna pic.twitter.com/Hul639QJm2— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kringum málið en Vísir tók saman það helsta fyrr í dag. Þá var einnig farið yfir hvaða þjálfarar koma til greina sem arftaki Jón Þórs með íslenska kvennalandsliðið. Fótbolti EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Eftir 1-0 sigurinn mun Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Í kjölfarið spruttu upp allskyns sögur um hvað hefði farið fram er liðið fagnaði sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Jón Þór sagði af sér í kjölfarið og nú hefur Sara Björk birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni vegna málsins. Önnur ber heitið „Fyrir mína hönd“ og hin „Fyrir hönd leikmanna.“ Í færslunni sem ber heitið „Fyrir mína hönd“ segist Sara Björk vilja svara fyrir þau ummæli sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum að hún hafi haft áhrif á ákvörðun varðandi starf Jóns Þórs sem landsliðsþjálfara. „Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ segir í færslu Söru Bjarkar. Þá er hún ósátt með alhæfingar í fjölmiðlum og segir ósannar fullyrðingar búa til ímynd af henni sem er einfaldlega röng. „Ég vil því taka það fram að sem leikmaður hef ég alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær að þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu,“ bætti Sara Björk við. Þá sagði hún að KSÍ sæi alfarið um að ákveða hver væri landsliðsþjálfari. „… snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þeta mál.“ Fyrir mína hönd pic.twitter.com/XK9Abjk01y— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Sara Björk segir hegðun Jóns Þórs hafa verið óásættanlega gagnvart hluta hópsins að loknum sigrinum gegn Ungverjalandi. „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem hafa valdið trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir Sara Björk í síðara tístinu. Landsliðsfyrirliðinn tekur fram að KSÍ ráði hver gegni starfi landsliðsþjálfara og er ósátt með uppspuna fjölmiðla varðandi það hvort ákveðnir leikmenn myndu ekki gefa kost á sér ef Jón Þór hefði haldið áfram sem þjálfari. „Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahópsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttaflutningi harðlega. Leikmönnum finnst sorglegt að umfjöllun um framtíð Jóns Þórs sé farin að færast yfir í vangaveltur um áhrif leikmanna liðsins á niðurstöðu málsins.“ Sara Björk segir leikmenn bera fullt traust til KSÍ varðandi úrlausn málsins. Að lokum segir hún hópinn mjög ánægðan með að hafa náð markmiði sínu að komast á EM 2022. „Það eina sem við hugsum um núna er að undirbúa okkur sem allra best fyrir komandi keppni. Við erum mjög einbeittar í undirbúningi fyrir verkefni og við ætlum að gera landsmenn stolfa af okkur í Englandi,“ sagði Sara Björk að lokum. Fyrir hönd leikmanna pic.twitter.com/Hul639QJm2— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kringum málið en Vísir tók saman það helsta fyrr í dag. Þá var einnig farið yfir hvaða þjálfarar koma til greina sem arftaki Jón Þórs með íslenska kvennalandsliðið.
Fótbolti EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04
Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59
„Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26