Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 18:07 Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og Evrópumeistari með Lyon, hefur tjáð sig um hvað fór fram í Ungverjalandi og umfjöllun í kringum málið. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. Eftir 1-0 sigurinn mun Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Í kjölfarið spruttu upp allskyns sögur um hvað hefði farið fram er liðið fagnaði sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Jón Þór sagði af sér í kjölfarið og nú hefur Sara Björk birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni vegna málsins. Önnur ber heitið „Fyrir mína hönd“ og hin „Fyrir hönd leikmanna.“ Í færslunni sem ber heitið „Fyrir mína hönd“ segist Sara Björk vilja svara fyrir þau ummæli sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum að hún hafi haft áhrif á ákvörðun varðandi starf Jóns Þórs sem landsliðsþjálfara. „Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ segir í færslu Söru Bjarkar. Þá er hún ósátt með alhæfingar í fjölmiðlum og segir ósannar fullyrðingar búa til ímynd af henni sem er einfaldlega röng. „Ég vil því taka það fram að sem leikmaður hef ég alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær að þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu,“ bætti Sara Björk við. Þá sagði hún að KSÍ sæi alfarið um að ákveða hver væri landsliðsþjálfari. „… snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þeta mál.“ Fyrir mína hönd pic.twitter.com/XK9Abjk01y— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Sara Björk segir hegðun Jóns Þórs hafa verið óásættanlega gagnvart hluta hópsins að loknum sigrinum gegn Ungverjalandi. „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem hafa valdið trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir Sara Björk í síðara tístinu. Landsliðsfyrirliðinn tekur fram að KSÍ ráði hver gegni starfi landsliðsþjálfara og er ósátt með uppspuna fjölmiðla varðandi það hvort ákveðnir leikmenn myndu ekki gefa kost á sér ef Jón Þór hefði haldið áfram sem þjálfari. „Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahópsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttaflutningi harðlega. Leikmönnum finnst sorglegt að umfjöllun um framtíð Jóns Þórs sé farin að færast yfir í vangaveltur um áhrif leikmanna liðsins á niðurstöðu málsins.“ Sara Björk segir leikmenn bera fullt traust til KSÍ varðandi úrlausn málsins. Að lokum segir hún hópinn mjög ánægðan með að hafa náð markmiði sínu að komast á EM 2022. „Það eina sem við hugsum um núna er að undirbúa okkur sem allra best fyrir komandi keppni. Við erum mjög einbeittar í undirbúningi fyrir verkefni og við ætlum að gera landsmenn stolfa af okkur í Englandi,“ sagði Sara Björk að lokum. Fyrir hönd leikmanna pic.twitter.com/Hul639QJm2— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kringum málið en Vísir tók saman það helsta fyrr í dag. Þá var einnig farið yfir hvaða þjálfarar koma til greina sem arftaki Jón Þórs með íslenska kvennalandsliðið. Fótbolti EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ ekki á móti sjálfkrafa bönnum en stjórnin mun ekki breyta reglunum Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Sjá meira
Eftir 1-0 sigurinn mun Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Í kjölfarið spruttu upp allskyns sögur um hvað hefði farið fram er liðið fagnaði sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Jón Þór sagði af sér í kjölfarið og nú hefur Sara Björk birti tvær færslur á Twitter-síðu sinni vegna málsins. Önnur ber heitið „Fyrir mína hönd“ og hin „Fyrir hönd leikmanna.“ Í færslunni sem ber heitið „Fyrir mína hönd“ segist Sara Björk vilja svara fyrir þau ummæli sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum að hún hafi haft áhrif á ákvörðun varðandi starf Jóns Þórs sem landsliðsþjálfara. „Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ segir í færslu Söru Bjarkar. Þá er hún ósátt með alhæfingar í fjölmiðlum og segir ósannar fullyrðingar búa til ímynd af henni sem er einfaldlega röng. „Ég vil því taka það fram að sem leikmaður hef ég alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær að þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu,“ bætti Sara Björk við. Þá sagði hún að KSÍ sæi alfarið um að ákveða hver væri landsliðsþjálfari. „… snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun. Hér með er ég búin að tjá mig um þeta mál.“ Fyrir mína hönd pic.twitter.com/XK9Abjk01y— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Sara Björk segir hegðun Jóns Þórs hafa verið óásættanlega gagnvart hluta hópsins að loknum sigrinum gegn Ungverjalandi. „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem hafa valdið trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir Sara Björk í síðara tístinu. Landsliðsfyrirliðinn tekur fram að KSÍ ráði hver gegni starfi landsliðsþjálfara og er ósátt með uppspuna fjölmiðla varðandi það hvort ákveðnir leikmenn myndu ekki gefa kost á sér ef Jón Þór hefði haldið áfram sem þjálfari. „Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahópsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttaflutningi harðlega. Leikmönnum finnst sorglegt að umfjöllun um framtíð Jóns Þórs sé farin að færast yfir í vangaveltur um áhrif leikmanna liðsins á niðurstöðu málsins.“ Sara Björk segir leikmenn bera fullt traust til KSÍ varðandi úrlausn málsins. Að lokum segir hún hópinn mjög ánægðan með að hafa náð markmiði sínu að komast á EM 2022. „Það eina sem við hugsum um núna er að undirbúa okkur sem allra best fyrir komandi keppni. Við erum mjög einbeittar í undirbúningi fyrir verkefni og við ætlum að gera landsmenn stolfa af okkur í Englandi,“ sagði Sara Björk að lokum. Fyrir hönd leikmanna pic.twitter.com/Hul639QJm2— Sara Björk (@sarabjork18) December 9, 2020 Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í kringum málið en Vísir tók saman það helsta fyrr í dag. Þá var einnig farið yfir hvaða þjálfarar koma til greina sem arftaki Jón Þórs með íslenska kvennalandsliðið.
Fótbolti EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ ekki á móti sjálfkrafa bönnum en stjórnin mun ekki breyta reglunum Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Sjá meira
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04
Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59
„Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. 9. desember 2020 16:26