Eigendur Finnsku búðarinnar þurfa að greiða þrotabúinu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 11:00 Finnsku búðinni í Kringlunni var lokað í janúar 2019. Reitir Eigendur Finnsku búðarinnar sem rekin var í Kringlunni voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi búðarinnar um tíu milljónir króna. Um var að ræða greiðslur frá búðinni til eigendanna, sem þær skýrðu m.a. sem vangoldin laun. Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju. Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju.
Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira