Raddir okkar skipta máli Jenný Jóakimsdóttir skrifar 9. desember 2020 14:00 Leit tískuiðnaðarins að lægsta verðinu kostar mikið hvað varðar heilsufar og jafnvel líf starfsmanna. Þúsundir hafa látist í verksmiðjubrennum. Aðrar hættur eins og notkun hættulegra efna, hávaði, hiti og slæm loftræsting leynast víða. Áttatíu prósent af þeim 40-60 milljón starfsmanna í fataiðnaði eru konur og það er engin tilviljun. Í atvinnugrein sem er alræmd fyrir ósæmandi vinnuskilyrði, lág laun, þvingaða yfirvinnu og óöruggar vinnuaðstæður eru konur oft sviptar fæðingarorlofi, umönnum barna og öruggum vinnuaðferðum. Þær verða síðan ítrekað fyrir kynbundnu ofbeldi sem viðgengst á vinnustöðunum. Verksmiðjufólki sem tekst að skipuleggja einhverskonar samstöðu gegn réttindabrotum verður oft fyrir kúgun eða er sagt upp störfum. Tískumerkin reyna stundum að neita ábyrgð sinni með því að fela sig á bakvið útvistun framleiðslunnar. Hins vegar eru alþjóðlegir staðlar skýrir að því leyti að vörumerki verða að ganga úr skugga um að virða þurfi öll réttindi á vinnumarkaði og þeim ber að veita full úrræði þegar brot eiga sér sað. Mesta framleiðslan fer þó enn fram í löndum þar sem vinnulöggjöf er veik. Konur bera byrðar heimilisstarfa og umönnunar barna við hlið verksmiðjustarfsins og hafa oft lítinn tíma til að skipuleggja sig og berjast fyrir réttindum sínum. Fata- og skóiðnaðurinn teygir sig um allan heim. Föt og skór sem seldir eru í verslunum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, og öðrum heimshlutum ferðast venjulega um allan heim. COVID-19 heimsfaraldurinn snertir líf fólks um allan heim en er sérstaklega að snerta fata- og skóiðnaðinn. Starfsmenn hætta heilsu sinni í vinnu í fjölmennum verksmiðjum án nægilegrar verndar og hættu á að missa lífsviðurværi sitt ef þeir eru sendir heim án launa. Á flík sem stendur „Made in China“ segir ekkert um það í hverri af þeim þúsundum verksmiðja í Kína flíkin var framleidd og hverjar voru vinnuaðstæður starfsmanna. Sama á við um flíkur sem framleiddur eru í Evrópu og á stendur „Made in Europe“. Nýlega hafa borist sögur um slæm skilyrði starfsmanna í fata verksmiðjum i Leicester í Englandi, þar sem starfsfólk var látið vinna upp i pantanir, þrátt fyrir að vera veik vegna Covid-19. Jafnvel pantanir sem bárust frá okkur hér á Íslandi. Þegar heimsfaraldurinn skall á Evrópu og Bandaríkjunum brugðust vörumerki og smásalar við eins og venjulega: með því að ýta áhættunni niður aðfangakeðjuna. Með því að hætta við allar pantanir sem gerðar voru fyrir kreppuna - sumar pantanir voru þegar tilbúnar til sendingar. Þetta þýddi að verksmiðjur gátu ekki greidd starfsmönnum sínum laun og milljónir starfsmanna í fataverksmiðjum misstu störf sín. Eftir uppnám almennings sem varð er Ayesha Barenblat stofnandi Remake (sem eru félagasamtök sem standa fyrir vitundarvakningu um sjálfbærni í tískuiðnaðinum) notuðu myllumerkið #PayUP sem fljótlega fór víða á samfélagsmiðlum ákváðu mörg stór vörumerki að skuldbinda sig til að greiða pantanir. Samstaða félagasamtaka er sterk á alþjóðavísu og sem upplýstir neytendur getum við haft víðtæk áhrif. Í júní 2019, eftir margra ára baráttu margra félagasamtaka samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin sögulegan sáttmála til að draga úr einelti á vinnustað. Þetta var fyrsti alþjóðlegi staðallinn sem sérstaklega er ætlaður til að takast á við einelti á vinnustöðum og tengslanet félagasamtaka ýta á stjórnvöld og vörumerki til að tryggja að sáttmálanum verði hrint í framkvæmd. Mikilvægt er að herja á vörumerki, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila til að tryggja grundvallarmannréttindi og gæta þess að þau gleymist ekki þegar við tölum um sjálfbæra fataframleiðslu. Stöndum saman með konunum sem búa til fötin okkar. Raddir okkar skipta máli. Spyrjum hvaðan fötin okkar koma og við hvaða skilyrði þau eru búin til. Kvenfélagasamband Íslands vinnur að verkefninu Vitundarvakning um fatasóun með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Höfundur er starfsmaður Kvenfélagasambands Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Félagasamtök Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Leit tískuiðnaðarins að lægsta verðinu kostar mikið hvað varðar heilsufar og jafnvel líf starfsmanna. Þúsundir hafa látist í verksmiðjubrennum. Aðrar hættur eins og notkun hættulegra efna, hávaði, hiti og slæm loftræsting leynast víða. Áttatíu prósent af þeim 40-60 milljón starfsmanna í fataiðnaði eru konur og það er engin tilviljun. Í atvinnugrein sem er alræmd fyrir ósæmandi vinnuskilyrði, lág laun, þvingaða yfirvinnu og óöruggar vinnuaðstæður eru konur oft sviptar fæðingarorlofi, umönnum barna og öruggum vinnuaðferðum. Þær verða síðan ítrekað fyrir kynbundnu ofbeldi sem viðgengst á vinnustöðunum. Verksmiðjufólki sem tekst að skipuleggja einhverskonar samstöðu gegn réttindabrotum verður oft fyrir kúgun eða er sagt upp störfum. Tískumerkin reyna stundum að neita ábyrgð sinni með því að fela sig á bakvið útvistun framleiðslunnar. Hins vegar eru alþjóðlegir staðlar skýrir að því leyti að vörumerki verða að ganga úr skugga um að virða þurfi öll réttindi á vinnumarkaði og þeim ber að veita full úrræði þegar brot eiga sér sað. Mesta framleiðslan fer þó enn fram í löndum þar sem vinnulöggjöf er veik. Konur bera byrðar heimilisstarfa og umönnunar barna við hlið verksmiðjustarfsins og hafa oft lítinn tíma til að skipuleggja sig og berjast fyrir réttindum sínum. Fata- og skóiðnaðurinn teygir sig um allan heim. Föt og skór sem seldir eru í verslunum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, og öðrum heimshlutum ferðast venjulega um allan heim. COVID-19 heimsfaraldurinn snertir líf fólks um allan heim en er sérstaklega að snerta fata- og skóiðnaðinn. Starfsmenn hætta heilsu sinni í vinnu í fjölmennum verksmiðjum án nægilegrar verndar og hættu á að missa lífsviðurværi sitt ef þeir eru sendir heim án launa. Á flík sem stendur „Made in China“ segir ekkert um það í hverri af þeim þúsundum verksmiðja í Kína flíkin var framleidd og hverjar voru vinnuaðstæður starfsmanna. Sama á við um flíkur sem framleiddur eru í Evrópu og á stendur „Made in Europe“. Nýlega hafa borist sögur um slæm skilyrði starfsmanna í fata verksmiðjum i Leicester í Englandi, þar sem starfsfólk var látið vinna upp i pantanir, þrátt fyrir að vera veik vegna Covid-19. Jafnvel pantanir sem bárust frá okkur hér á Íslandi. Þegar heimsfaraldurinn skall á Evrópu og Bandaríkjunum brugðust vörumerki og smásalar við eins og venjulega: með því að ýta áhættunni niður aðfangakeðjuna. Með því að hætta við allar pantanir sem gerðar voru fyrir kreppuna - sumar pantanir voru þegar tilbúnar til sendingar. Þetta þýddi að verksmiðjur gátu ekki greidd starfsmönnum sínum laun og milljónir starfsmanna í fataverksmiðjum misstu störf sín. Eftir uppnám almennings sem varð er Ayesha Barenblat stofnandi Remake (sem eru félagasamtök sem standa fyrir vitundarvakningu um sjálfbærni í tískuiðnaðinum) notuðu myllumerkið #PayUP sem fljótlega fór víða á samfélagsmiðlum ákváðu mörg stór vörumerki að skuldbinda sig til að greiða pantanir. Samstaða félagasamtaka er sterk á alþjóðavísu og sem upplýstir neytendur getum við haft víðtæk áhrif. Í júní 2019, eftir margra ára baráttu margra félagasamtaka samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin sögulegan sáttmála til að draga úr einelti á vinnustað. Þetta var fyrsti alþjóðlegi staðallinn sem sérstaklega er ætlaður til að takast á við einelti á vinnustöðum og tengslanet félagasamtaka ýta á stjórnvöld og vörumerki til að tryggja að sáttmálanum verði hrint í framkvæmd. Mikilvægt er að herja á vörumerki, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila til að tryggja grundvallarmannréttindi og gæta þess að þau gleymist ekki þegar við tölum um sjálfbæra fataframleiðslu. Stöndum saman með konunum sem búa til fötin okkar. Raddir okkar skipta máli. Spyrjum hvaðan fötin okkar koma og við hvaða skilyrði þau eru búin til. Kvenfélagasamband Íslands vinnur að verkefninu Vitundarvakning um fatasóun með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Höfundur er starfsmaður Kvenfélagasambands Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar