Innlent

Fluttur á slysadeild eftir fall af rafskútu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var með áverka í andliti og á hendi og var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild. Myndin er úr safni.
Maðurinn var með áverka í andliti og á hendi og var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slys í Hlíðahverfi.

Þar hafði maður dottið af rafskútu, var illa áttaður og með áverka í andliti og á hendi að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar.

Laust fyrir klukkan tvö í nótt var svo maður handtekinn í Hlíðahverfi grunaður um húsbrot og hótanir. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Um hálftíma síðar var síðan tilkynnt um líkamsárás og hótanir í Breiðholti. Sá sem ráðist var á var með áverka í andliti en sá sem réðst á viðkomandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×