Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 23:35 Hæstiréttur Bandaríkjanna féllst ekki á beiðni um að ógilda 2,5 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu. Robert Alexander/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. Málssóknin sem Hæstiréttur vísaði frá var lögð fram af Mike Kelly, þingmanni Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild, og er liður í tilraunum Donalds Trump fráfarandi forseta og stuðningsmanna hans til þess að tryggja Trump áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Sneri málsóknin að því að ríkislög í Pennsylvaníu, sem sett voru 2019 og heimiluðu póstsendingu atkvæða, væru andstæð stjórnarskrá. Því bæri að sleppa því að telja atkvæði sem send höfðu verið með pósti. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar, að því er virðist samróma. Þrír af níu dómurum við réttinn voru skipaðir af Trump. Kelly höfðaði málið ásamt fleirum þann 21. nóvember síðastliðinn og fór fram á að Pennsylvaníuríki myndi annað hvort ógilda þær 2,5 milljónir atkvæða sem bárust með pósti, eða að löggjafarþing ríkisins, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, fengi að velja þá kjörmenn sem að lokum greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt síðar í þessum mánuði. Hæstiréttur Pennsylvaníu hafði áður vísað málinu frá, á þeim forsendum að Repúblikanaflokkurinn hefði dregið það um of að fara með stjórnskipulegt gildi laganna fyrir dóm. Lögmenn Toms Wolf, ríkisstjóra Pennsylvaníu, í málinu, segja að fullyrðingar Kellys um að lögin séu andstæð stjórnarskrá séu algerlega úr lausu lofti gripnar. „Eftir að hafa beðið í meira en eitt ár með að láta reyna á gildi [laganna], og að hafa reynt að nota reglur réttarkerfisins sér í hag í leiðinni, koma þeir [Repúblikanar] fyrir dóminn með óhreinar hendur og fara fram á að heilt ríki verði útilokað [frá kosningunum],“ sögðu lögmennirnir meðal annars í skriflegum forsendum til Hæstaréttar. Trump tapaði kosningunum í upphafi síðasta mánaðar. Hann hefur þó haldið frammi staðhæfingum um kosningasvindl, án þess að færa fyrir þeim haldbærar sannanir.Mark Makela/Getty Trump batt vonir við Hæstarétt Niðurstaða Hæstaréttar í málinu er talin mikið reiðarslag fyrir Trump í þeirri vegferð sem hann hefur verið á frá því úrslit kosninganna urðu ljós. Hann hefur ítrekað haft uppi stoðlausar fullyrðingar um að brögð hafi verið í tafli og að hann hefði unnið kosningarnar, ef ekki hefði verið fyrir víðtækt kosningasvindl sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir. Á stuðningsmannafundi sem fráfarandi forsetinn hélt síðastliðinn laugardag í Georgíuríki hélt forsetinn uppteknum hætti. Sagði hann meðal annar að kosningarnar hafi verið uppfullar af „svikum, prettum og blekkingum.“ „Vonandi mun löggjafarvaldið og Hæstiréttur Bandaríkjanna stíga fram og bjarga landinu okkar,“ sagði Trump fyrir framan skara stuðningsmanna sinna á laugardag. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hafði orð á því að Hæstiréttur myndi taka til greina ásakanir hans um kosningasvik, eða aðrar tilraunir til að fá úrslitunum kosninganna snúið sér í hag. Í ræðu sem hann hélt í síðustu viku setti hann fram svipuð sjónarmið, þegar hann sagðist vona að dómstólar „og sérstaklega Hæstiréttur“ myndu sjá að kosningarnar hefðu verið „algjört klúður“ og þeir myndu gera það sem væri „rétt fyrir landið.“ Kjörmenn koma senn saman Minna en vika er þangað til kjörmenn hvers ríkis koma saman og greiða frambjóðendum formlega þau kjörmannaatkvæði sem þeir tryggðu sér í kosningunum, en það gerist næstkomandi mánudag, 14. nóvember. Biden tryggði sér 306 kjörmenn, en Trump 238. Er það sami munur og var þegar Trump bar sigurorð af Demókratanum Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Trump sagði hins vegar á fréttamannafundi í lok síðasta mánaðar að hann muni una niðurstöðunni, fari svo að fleiri kjörmenn greiði Biden atkvæði sitt. Fullyrðingar um svik og svindl voru þó ekki langt undan. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56 Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7. desember 2020 09:00 Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Málssóknin sem Hæstiréttur vísaði frá var lögð fram af Mike Kelly, þingmanni Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild, og er liður í tilraunum Donalds Trump fráfarandi forseta og stuðningsmanna hans til þess að tryggja Trump áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Sneri málsóknin að því að ríkislög í Pennsylvaníu, sem sett voru 2019 og heimiluðu póstsendingu atkvæða, væru andstæð stjórnarskrá. Því bæri að sleppa því að telja atkvæði sem send höfðu verið með pósti. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar, að því er virðist samróma. Þrír af níu dómurum við réttinn voru skipaðir af Trump. Kelly höfðaði málið ásamt fleirum þann 21. nóvember síðastliðinn og fór fram á að Pennsylvaníuríki myndi annað hvort ógilda þær 2,5 milljónir atkvæða sem bárust með pósti, eða að löggjafarþing ríkisins, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, fengi að velja þá kjörmenn sem að lokum greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt síðar í þessum mánuði. Hæstiréttur Pennsylvaníu hafði áður vísað málinu frá, á þeim forsendum að Repúblikanaflokkurinn hefði dregið það um of að fara með stjórnskipulegt gildi laganna fyrir dóm. Lögmenn Toms Wolf, ríkisstjóra Pennsylvaníu, í málinu, segja að fullyrðingar Kellys um að lögin séu andstæð stjórnarskrá séu algerlega úr lausu lofti gripnar. „Eftir að hafa beðið í meira en eitt ár með að láta reyna á gildi [laganna], og að hafa reynt að nota reglur réttarkerfisins sér í hag í leiðinni, koma þeir [Repúblikanar] fyrir dóminn með óhreinar hendur og fara fram á að heilt ríki verði útilokað [frá kosningunum],“ sögðu lögmennirnir meðal annars í skriflegum forsendum til Hæstaréttar. Trump tapaði kosningunum í upphafi síðasta mánaðar. Hann hefur þó haldið frammi staðhæfingum um kosningasvindl, án þess að færa fyrir þeim haldbærar sannanir.Mark Makela/Getty Trump batt vonir við Hæstarétt Niðurstaða Hæstaréttar í málinu er talin mikið reiðarslag fyrir Trump í þeirri vegferð sem hann hefur verið á frá því úrslit kosninganna urðu ljós. Hann hefur ítrekað haft uppi stoðlausar fullyrðingar um að brögð hafi verið í tafli og að hann hefði unnið kosningarnar, ef ekki hefði verið fyrir víðtækt kosningasvindl sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir. Á stuðningsmannafundi sem fráfarandi forsetinn hélt síðastliðinn laugardag í Georgíuríki hélt forsetinn uppteknum hætti. Sagði hann meðal annar að kosningarnar hafi verið uppfullar af „svikum, prettum og blekkingum.“ „Vonandi mun löggjafarvaldið og Hæstiréttur Bandaríkjanna stíga fram og bjarga landinu okkar,“ sagði Trump fyrir framan skara stuðningsmanna sinna á laugardag. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hafði orð á því að Hæstiréttur myndi taka til greina ásakanir hans um kosningasvik, eða aðrar tilraunir til að fá úrslitunum kosninganna snúið sér í hag. Í ræðu sem hann hélt í síðustu viku setti hann fram svipuð sjónarmið, þegar hann sagðist vona að dómstólar „og sérstaklega Hæstiréttur“ myndu sjá að kosningarnar hefðu verið „algjört klúður“ og þeir myndu gera það sem væri „rétt fyrir landið.“ Kjörmenn koma senn saman Minna en vika er þangað til kjörmenn hvers ríkis koma saman og greiða frambjóðendum formlega þau kjörmannaatkvæði sem þeir tryggðu sér í kosningunum, en það gerist næstkomandi mánudag, 14. nóvember. Biden tryggði sér 306 kjörmenn, en Trump 238. Er það sami munur og var þegar Trump bar sigurorð af Demókratanum Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Trump sagði hins vegar á fréttamannafundi í lok síðasta mánaðar að hann muni una niðurstöðunni, fari svo að fleiri kjörmenn greiði Biden atkvæði sitt. Fullyrðingar um svik og svindl voru þó ekki langt undan. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56 Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7. desember 2020 09:00 Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56
Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7. desember 2020 09:00
Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51