Handbolti

Rúnar byrjar á sigri í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Sigtryggsson er mættur aftur í þýska boltann.
Rúnar Sigtryggsson er mættur aftur í þýska boltann. vísir/getty

Rúnar Sigtryggsson stýrði Aue til sigurs í sínum fyrsta leik eftir að hann tók aftur við stjórnartaumum þýska liðsins.

Aue vann Eisenach í þýsku B-deildinni, 30-25, í kvöld en í gær var Rúnar ráðinn þjálfari liðsins tímabundið vegna veikinda þjálfara félagsins.

Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson átti frábæran leik í marki Aue í kvöld og varði alls 14 skot, þar af eitt vítakast. Þá skoraði Arnar Birkir Hálfdánarson tvö mörk í leik kvöldsins.

Aue er nú komið upp í 7. sæti þýsku B-deildarinnar með níu stig eftir sex leiki. Aðeins eitt stig er upp í 5. sætið en Aue á tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×