Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 09:01 Georg Lúðvíksson er einn stofnenda Meniga og í dag forstjóri fyrirtækisins. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi
Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira