Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 09:01 Georg Lúðvíksson er einn stofnenda Meniga og í dag forstjóri fyrirtækisins. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi
Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira