Enginn Martial né Cavani í leikmannahóp Man Utd fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 07:00 Manchester United verður án Anthony Martial og Edinson Cavani verða ekki með liðinu í kvöld. Burak Kara/Getty Images Manchester United mætir RB Leipzig í Þýskalandi í leik sem sker úr um hvort liðið kemst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Man United má ekki tapa leiknum en jafntefli dugir þeim áfram. Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira