Neytendasamtökin hvetja verslanir til að lengja skilafrestinn fram í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 15:03 Biðraðir myndast nú á hverjum degi fyrir framan verslanir og að óbreyttu verða þær varla styttri þegar kemur að skilum milli jóla og nýárs. Vísir/Vilhelm Athugulir neytendur hafa ef til vill tekið eftir því að það er óbreytt sem áður var; að margar verslanir veita aðeins frest til 31. desember til að skila jólagjöfum. Þetta þykir einhverjum ekki í takt við tíðarandann, nú þegar fólk er hvatt til að forðast hópamyndanir eins og heitann eldinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira