„Ég man, ég sagði nei“ Ásthildur Mía Ásmundardóttir skrifar 8. desember 2020 08:01 Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun