Svala stendur þétt við bak kærastans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 17:34 „Þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala. Instagram/@svalakali Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. „Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram. Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
„Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram.
Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira