Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 08:15 Donald Trump á fjöldafundi í Georgíu-ríki Bandaríkjanna í nótt. AP/Evan Vucci Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira