Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2020 22:16 Arnar Gunnlaugsson er ánægður með halda Kára Árna í herbúðum Víkinga. vísir/daníel þór Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45
Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01