Viðskipti innlent

Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grillhúsið við Tryggvagötu.
Grillhúsið við Tryggvagötu. SKjáskot/Ja.is

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag.

Þórður segir við blaðið að veitingarekstur í miðbænum hafi ekki verið arðbær. Áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn hafi verið alvarleg og eigendur ekki séð sér fært að þrauka þangað til faraldurinn væri yfirstaðinn. Erlendir ferðamenn hefðu verið stór hluti viðskiptavina staðarins.

Önnur útibú Grillhússins, á Sprengisandi í Reykjavík og í Borgarnesi, verða áfram opin og segir Þórður að rekstur þeirra gangi vel.

Grillhúsið opnaði við Tryggvagötu árið 1991, þá undir nafninu Grillhús Guðmundar, og hefur staðurinn því verið rekinn við götuna í nær þrjátíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×