Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2020 12:46 Biden sagðist hafa mestar áhyggjur af því hvernig það liti út gagnvart heimsbyggðinni ef Trump mætti ekki þegar hann sver embættiseiðinn. Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira