Alþjóðadagur fatlaðs fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2020 20:24 Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar