Alþjóðadagur fatlaðs fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2020 20:24 Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar