Alþjóðadagur fatlaðs fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2020 20:24 Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun