Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 07:31 Frappart í leik gærkvöldsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. Hin 36 ára gamla Frappart hefur unnið sig upp metorðastiga dómgæslunnar og dæmt í stærstum leikjum kvennaboltans. Þar má til að mynda nefna úrslitaleik HM 2019. Hún dæmdi svo leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu á síðasta ári ásamt því að hafa dæmt í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. On Wednesday night, Stéphanie Frappart became the first woman to referee a men's #UCL match, when she took charge of Juventus vs Dynamo Kyiv.Congratulations, Stéphanie! pic.twitter.com/Sw87HRvcEI— UEFA (@UEFA) December 2, 2020 Hún dæmdi svo leik Ítaliumeistara Juventus og Dinamo Kiev frá Úkraínu. Fór það svo að heimamenn unnu þægilegan 3-0 sigur. Ilkay Gündogan, hinn 30 ára gamli þýski miðjumaður Manchester City, óskaði Frappart til hamingju á Twitter-síðu sinni að leik loknum. „Stephanie Frappart – fyrsti kvenkyns dómarinn á stærsta sviðinu þegar kemur að félagsliðafótbolta í Evrópu. Það er kominn tími til. Frábært afrek og hvatning til annarra. Vonandi verður þetta reglulegur viðburður mjög fljótlega,“ segir í færslu Gundogan. Stephanie Frappart - the first female referee on the biggest stage of European club football. It's about time. Great achievement and inspiration to others. Hopefully this will be a regular occurrence very soon. #JuveDynamo #UCL— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) December 2, 2020 Frappart hafði góð tök á leiknum sem fór eins og áður sagði 3-0 fyrir Juventus. Ítalska félagið fékk þó fyrsta gula spjald leiksins strax á 10. mínútu en alls gaf Frappart þrjú gul spjöld í leiknum. Proud to have hosted a #UCL "first" for Stéphanie Frappart at the Allianz Stadium! #JuveDynamo pic.twitter.com/ujyHDlueGM— JuventusFC (@juventusfcen) December 2, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fred í aðalhluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ronaldo og ferna Giroud Það er spenna í Meistaradeildinni í nokkrum riðlum er ein umferð er eftir. 2. desember 2020 21:50 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Hin 36 ára gamla Frappart hefur unnið sig upp metorðastiga dómgæslunnar og dæmt í stærstum leikjum kvennaboltans. Þar má til að mynda nefna úrslitaleik HM 2019. Hún dæmdi svo leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu á síðasta ári ásamt því að hafa dæmt í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. On Wednesday night, Stéphanie Frappart became the first woman to referee a men's #UCL match, when she took charge of Juventus vs Dynamo Kyiv.Congratulations, Stéphanie! pic.twitter.com/Sw87HRvcEI— UEFA (@UEFA) December 2, 2020 Hún dæmdi svo leik Ítaliumeistara Juventus og Dinamo Kiev frá Úkraínu. Fór það svo að heimamenn unnu þægilegan 3-0 sigur. Ilkay Gündogan, hinn 30 ára gamli þýski miðjumaður Manchester City, óskaði Frappart til hamingju á Twitter-síðu sinni að leik loknum. „Stephanie Frappart – fyrsti kvenkyns dómarinn á stærsta sviðinu þegar kemur að félagsliðafótbolta í Evrópu. Það er kominn tími til. Frábært afrek og hvatning til annarra. Vonandi verður þetta reglulegur viðburður mjög fljótlega,“ segir í færslu Gundogan. Stephanie Frappart - the first female referee on the biggest stage of European club football. It's about time. Great achievement and inspiration to others. Hopefully this will be a regular occurrence very soon. #JuveDynamo #UCL— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) December 2, 2020 Frappart hafði góð tök á leiknum sem fór eins og áður sagði 3-0 fyrir Juventus. Ítalska félagið fékk þó fyrsta gula spjald leiksins strax á 10. mínútu en alls gaf Frappart þrjú gul spjöld í leiknum. Proud to have hosted a #UCL "first" for Stéphanie Frappart at the Allianz Stadium! #JuveDynamo pic.twitter.com/ujyHDlueGM— JuventusFC (@juventusfcen) December 2, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fred í aðalhluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ronaldo og ferna Giroud Það er spenna í Meistaradeildinni í nokkrum riðlum er ein umferð er eftir. 2. desember 2020 21:50 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Fred í aðalhluterki er PSG opnaði H-riðilinn upp á gátt, 750. mark Ronaldo og ferna Giroud Það er spenna í Meistaradeildinni í nokkrum riðlum er ein umferð er eftir. 2. desember 2020 21:50
Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30