Erlent

Sjáumst eftir fjögur ár!

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Trump vill fjögur ár í viðbót... núna eða eftir fjögur ár.
Trump vill fjögur ár í viðbót... núna eða eftir fjögur ár. epa/Erik S. Lesser

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf þeim fregnum byr undir báða vængi í gær að hann hefði mögulega hug á því að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024.

„Þetta hafa verið stórkostleg fjögur ár,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði gesti í Hvíta húsinu. „Við erum að reyna að fá fjögur ár í viðbót. En annars sé ég ykkur eftir fjögur ár.“

Guardian greindi frá.

Ummæli forsetans benda til þess að hann sé að horfast í augu við þann raunveruleika að hafa tapað kosningunum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega um þann möguleika að sækjast aftur eftir embættinu að fjórum árum liðnum.

Myndskeiði frá viðburðinum í Hvíta húsinu var streymt af einum viðstaddra en þar mátti sjá fjölda fólks standa þétt saman og margir grímulausir.

Samkvæmt athugunum Associated Press virðast margir hátíðarviðburðir hafa átt sér stað í Hvíta húsinu án þess að gestum hafi verið gert að bera grímu en það gengur gegn þeim ábendingum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá yfirvöldum í aðdraganda jóla.


Tengdar fréttir

Rann­saka meintar mútu­greiðslur í skiptum fyrir náðanir

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.

Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×