„Við berum okkar ábyrgð“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. „Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins. Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins.
Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira