„Við berum okkar ábyrgð“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn. „Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins. Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi fer tímabundið í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Sjá meira
„Kannski var gærdagurinn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því hann markar vonandi endalok pólitískra ráðninga dómara á Íslandi,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins staðfestir að brot dómsmálaráðherra var alvarlegt og gróf undan grundvallarréttindum um réttláta málsmeðferð. Nú dugar pólitískum öflum ekki lengur að borga bara umsækjendum sem gengið er fram hjá bætur, úr samneyslunni, á meðan hinir þóknanlegu sitja áfram,“ sagði Logi og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hvort hún hefði áhyggjur af orðspori Íslands vegna málsins. Katrín sagðist áhyggjulaus. „Ég hef engar áhyggjur af því. Það sem skiptir máli er hvernig við bregðumst við slíkum dómi, hvaða lærdóma við drögum af honum og ég tel að það geti verið ýmsir lærdómar,“ sagði hún og ítrekaði að þáverandi dómsmálaráðherra Sigríður Andersen hefði þegar axlað pólitíska ábyrgð á málinu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fór yfir ábyrgð sína á málinu. „Viðreisn var í stjórn á þessum tíma og við berum okkar ábyrgð,“ sagði hún. „Við vildum tryggja jafnréttissjónarmið þegar nýtt dómstig tæki til starfa. Sú nálgun á hins vegar ekkert skylt með lögbrotum og blekkingum dómsmálaráðherrans fyrrverandi,“ sagði Þorgerður. „Það kunna eflaust að vera ákveðin tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sjónarmið um jafnrétti; Það eru málefnaleg sjónarmið. Og allir sem vilja, sjá að afstaða um kynjajafnrétti leiddi ekki til þess að 17 dómarar, allir með tölu, sögðu dómsmálaráðherra hafa brotið lög,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til einróma niðurstöðu sautján dómara Mannréttindadómstólsins.
Alþingi Landsréttarmálið Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi fer tímabundið í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Sjá meira