Van Basten ráðleggur Ajax strákunum að „ráðast á“ Liverpool liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:31 Það hefur vantað marga lykilmenn í Liverpool liðið að undanförnu og Marco van Basten veit það vel. Getty/samsett Liverpool má ekki misstíga sig aftur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Ajax liðið kemur í heimsókn á Anfield. Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira