Van Basten ráðleggur Ajax strákunum að „ráðast á“ Liverpool liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:31 Það hefur vantað marga lykilmenn í Liverpool liðið að undanförnu og Marco van Basten veit það vel. Getty/samsett Liverpool má ekki misstíga sig aftur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Ajax liðið kemur í heimsókn á Anfield. Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira