Tökum höndum saman Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:01 Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar