Verum á varðbergi gegn ofbeldi Margrét Steinarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 10:00 Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar