Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 19:20 Georg segir að það séu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að leysa deiluna við samningaborðið. Hins vegar hafi þurft að rjúfa þennan vítahring. Vísir/Egill Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara eftir ríflega tíu klukkustunda samningafund í gær, sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur yrði framlengdur til loka næsta árs, en flugvirkjar fóru fram á samning með tengingu til þriggja ára. Meðallaun flugvirkja árið 2019 að frádregnum launatengdum gjöldum voru tæplega 1,8 milljón og grunnlaun að meðaltali 856 þúsund. Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu voru að meðaltali 908 þúsund krónur. Deilan fer fyrir gerðardóm ef ekki semst fyrir fjórða janúar, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. „Við gáfum mikið eftir og vorum til í að ganga ansi langt í að ná samningum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Staðan var þannig hjá Landhelgisgæslunni var þannig að starfsemin getur ekki beðið lengur. Þetta er starfsemi sem varðar almannaöryggi fólks og sjófarenda og við ætlum ekki að bíða lengur eftir því,“ sagði hún og bætti við að samstaða hafi náðst um málið í ríkisstjórn. Georg tekur undir alvarleika stöðunnar. „Það eru auðvitað vonbrigði að ekki skuli hafa náðst samningar en við fögnum því að fá okkar starfsmenn til vinnu,“ segir hann. Miklar áhyggjur hafi verið af uppsöfnuðu viðhaldi og því hafi lagasetningin verið nauðsynleg. „Ástandið er algjörlega óboðlegt og alveg nauðsynlegt að rjúfa þennan vítahring.“ Þá segir hann að áhrifa verkfallsins muni gæta í nokkurn tíma. „Það tekur langan tíma að rétta starfsemina af en við náum vonandi að koma einni þyrlu í loftið á laugardagskvöld eða sunnudag ef við erum heppin en þessa verkfalls mun gæta alveg fram ú febrúar.“ Aðspurður segist hann eiga von á að fólk mæti til vinnu og vonar að málið leysist farsællega.„Ég á nú von á að menn jafni sig og nái áttum og að við getum unnið saman eins og menn,“ segir Georg. Formaður Flugvirkjafélags Íslands vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara eftir ríflega tíu klukkustunda samningafund í gær, sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur yrði framlengdur til loka næsta árs, en flugvirkjar fóru fram á samning með tengingu til þriggja ára. Meðallaun flugvirkja árið 2019 að frádregnum launatengdum gjöldum voru tæplega 1,8 milljón og grunnlaun að meðaltali 856 þúsund. Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu voru að meðaltali 908 þúsund krónur. Deilan fer fyrir gerðardóm ef ekki semst fyrir fjórða janúar, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. „Við gáfum mikið eftir og vorum til í að ganga ansi langt í að ná samningum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Staðan var þannig hjá Landhelgisgæslunni var þannig að starfsemin getur ekki beðið lengur. Þetta er starfsemi sem varðar almannaöryggi fólks og sjófarenda og við ætlum ekki að bíða lengur eftir því,“ sagði hún og bætti við að samstaða hafi náðst um málið í ríkisstjórn. Georg tekur undir alvarleika stöðunnar. „Það eru auðvitað vonbrigði að ekki skuli hafa náðst samningar en við fögnum því að fá okkar starfsmenn til vinnu,“ segir hann. Miklar áhyggjur hafi verið af uppsöfnuðu viðhaldi og því hafi lagasetningin verið nauðsynleg. „Ástandið er algjörlega óboðlegt og alveg nauðsynlegt að rjúfa þennan vítahring.“ Þá segir hann að áhrifa verkfallsins muni gæta í nokkurn tíma. „Það tekur langan tíma að rétta starfsemina af en við náum vonandi að koma einni þyrlu í loftið á laugardagskvöld eða sunnudag ef við erum heppin en þessa verkfalls mun gæta alveg fram ú febrúar.“ Aðspurður segist hann eiga von á að fólk mæti til vinnu og vonar að málið leysist farsællega.„Ég á nú von á að menn jafni sig og nái áttum og að við getum unnið saman eins og menn,“ segir Georg. Formaður Flugvirkjafélags Íslands vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00
Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45