Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 19:20 Georg segir að það séu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að leysa deiluna við samningaborðið. Hins vegar hafi þurft að rjúfa þennan vítahring. Vísir/Egill Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara eftir ríflega tíu klukkustunda samningafund í gær, sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur yrði framlengdur til loka næsta árs, en flugvirkjar fóru fram á samning með tengingu til þriggja ára. Meðallaun flugvirkja árið 2019 að frádregnum launatengdum gjöldum voru tæplega 1,8 milljón og grunnlaun að meðaltali 856 þúsund. Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu voru að meðaltali 908 þúsund krónur. Deilan fer fyrir gerðardóm ef ekki semst fyrir fjórða janúar, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. „Við gáfum mikið eftir og vorum til í að ganga ansi langt í að ná samningum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Staðan var þannig hjá Landhelgisgæslunni var þannig að starfsemin getur ekki beðið lengur. Þetta er starfsemi sem varðar almannaöryggi fólks og sjófarenda og við ætlum ekki að bíða lengur eftir því,“ sagði hún og bætti við að samstaða hafi náðst um málið í ríkisstjórn. Georg tekur undir alvarleika stöðunnar. „Það eru auðvitað vonbrigði að ekki skuli hafa náðst samningar en við fögnum því að fá okkar starfsmenn til vinnu,“ segir hann. Miklar áhyggjur hafi verið af uppsöfnuðu viðhaldi og því hafi lagasetningin verið nauðsynleg. „Ástandið er algjörlega óboðlegt og alveg nauðsynlegt að rjúfa þennan vítahring.“ Þá segir hann að áhrifa verkfallsins muni gæta í nokkurn tíma. „Það tekur langan tíma að rétta starfsemina af en við náum vonandi að koma einni þyrlu í loftið á laugardagskvöld eða sunnudag ef við erum heppin en þessa verkfalls mun gæta alveg fram ú febrúar.“ Aðspurður segist hann eiga von á að fólk mæti til vinnu og vonar að málið leysist farsællega.„Ég á nú von á að menn jafni sig og nái áttum og að við getum unnið saman eins og menn,“ segir Georg. Formaður Flugvirkjafélags Íslands vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara eftir ríflega tíu klukkustunda samningafund í gær, sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur yrði framlengdur til loka næsta árs, en flugvirkjar fóru fram á samning með tengingu til þriggja ára. Meðallaun flugvirkja árið 2019 að frádregnum launatengdum gjöldum voru tæplega 1,8 milljón og grunnlaun að meðaltali 856 þúsund. Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu voru að meðaltali 908 þúsund krónur. Deilan fer fyrir gerðardóm ef ekki semst fyrir fjórða janúar, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. „Við gáfum mikið eftir og vorum til í að ganga ansi langt í að ná samningum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Staðan var þannig hjá Landhelgisgæslunni var þannig að starfsemin getur ekki beðið lengur. Þetta er starfsemi sem varðar almannaöryggi fólks og sjófarenda og við ætlum ekki að bíða lengur eftir því,“ sagði hún og bætti við að samstaða hafi náðst um málið í ríkisstjórn. Georg tekur undir alvarleika stöðunnar. „Það eru auðvitað vonbrigði að ekki skuli hafa náðst samningar en við fögnum því að fá okkar starfsmenn til vinnu,“ segir hann. Miklar áhyggjur hafi verið af uppsöfnuðu viðhaldi og því hafi lagasetningin verið nauðsynleg. „Ástandið er algjörlega óboðlegt og alveg nauðsynlegt að rjúfa þennan vítahring.“ Þá segir hann að áhrifa verkfallsins muni gæta í nokkurn tíma. „Það tekur langan tíma að rétta starfsemina af en við náum vonandi að koma einni þyrlu í loftið á laugardagskvöld eða sunnudag ef við erum heppin en þessa verkfalls mun gæta alveg fram ú febrúar.“ Aðspurður segist hann eiga von á að fólk mæti til vinnu og vonar að málið leysist farsællega.„Ég á nú von á að menn jafni sig og nái áttum og að við getum unnið saman eins og menn,“ segir Georg. Formaður Flugvirkjafélags Íslands vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00
Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45