Sakar starfshóp um samráðsleysi og að notast við gamlar og úreltar tölur Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2020 08:42 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur gert alvarlegar athugasemdir við hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra sem hefur lagt til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði. Starfshópnum var falið að gera aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í skýrslu starfshópsins er lagt til skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki svo þeir hækki í verði um 20 prósent. Í næsta skrefi yrðu skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20 prósent. „Gamlar og úreltar tölur“ Félag atvinnurekenda gagnrýnir í erindi sem sent hefur verið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, notkun embættis landlæknis og starfshópsins á „gömlum og úreltum tölum“ líkt og það er orðað. Fjögur erindi FA til heilbrigðisráðherra, þar sem boðið hafi verið samstarf um að leiða fram réttar tölur um þróun sykurneyslu landsmanna, hafi verið hunsuð. „Þá gagnrýnir FA samráðsleysi við gerð tillagnanna, en starfshópurinn leitaði t.d. aldrei eftir sölutölum gosdrykkja, sem FA bauð fram og sýna að neysla á sykruðu gosi hefur minnkað hratt undanfarinn áratug, án sykurskatts. Þess í stað styðst hópurinn við gömul gögn Landlækniembættisins, auk frumniðurstaðna úr mataræðiskönnun, sem ekki hafa verið birtar opinberlega og engin leið er að sannreyna. Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá FA. Fari í 24 prósenta þrepið Í tillögum starfshópsins er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24 prósenta þrep virðisaukaskattsins en ekki 11 prósenta eins og nú er. Neytendur Stjórnsýsla Verslun Sælgæti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Starfshópnum var falið að gera aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í skýrslu starfshópsins er lagt til skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki svo þeir hækki í verði um 20 prósent. Í næsta skrefi yrðu skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20 prósent. „Gamlar og úreltar tölur“ Félag atvinnurekenda gagnrýnir í erindi sem sent hefur verið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, notkun embættis landlæknis og starfshópsins á „gömlum og úreltum tölum“ líkt og það er orðað. Fjögur erindi FA til heilbrigðisráðherra, þar sem boðið hafi verið samstarf um að leiða fram réttar tölur um þróun sykurneyslu landsmanna, hafi verið hunsuð. „Þá gagnrýnir FA samráðsleysi við gerð tillagnanna, en starfshópurinn leitaði t.d. aldrei eftir sölutölum gosdrykkja, sem FA bauð fram og sýna að neysla á sykruðu gosi hefur minnkað hratt undanfarinn áratug, án sykurskatts. Þess í stað styðst hópurinn við gömul gögn Landlækniembættisins, auk frumniðurstaðna úr mataræðiskönnun, sem ekki hafa verið birtar opinberlega og engin leið er að sannreyna. Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá FA. Fari í 24 prósenta þrepið Í tillögum starfshópsins er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24 prósenta þrep virðisaukaskattsins en ekki 11 prósenta eins og nú er.
Neytendur Stjórnsýsla Verslun Sælgæti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira