Zlatan opinn fyrir endurkomu í landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Verður Zlatan með sænska landsliðinu á EM á næsta ári? Marco Canoniero/Getty Images Hinn síungi Zlatan Ibrahimović er opinn fyrir endurkomu í sænska landsliðið og hefur meira að segja rætt við landsliðsþjálfara Svía. Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur. Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur.
Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti