Merkilegar merkingar Eygerður Margrétardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun