Merkilegar merkingar Eygerður Margrétardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun