Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 10:44 Wayne LaPierre, forstjóri NRA, í ræðupúlti á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í febrúar. Hann er sagður hafa endurgreitt ferðakostnað sem hann rukkaði samtökin fyrir. Dómsmálaráðherra New York hefur sakað hann og aðra stjórnendur NRA um sjálftöku úr sjóðum samtakanna um áratugaskeið. Vísir/EPA Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira