Já, þetta er forgangsmál Kristján Bragi Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun