Ekkert fær stöðvað Bayern á meðan hörmulegt gengi Marseille heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 22:26 Neuer var frábær í liði Bayern í kvöld. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira