Innlent

Gular viðvaranir orðnar appelsínugular

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Viðvörunarkort Veðurstofunnar.
Viðvörunarkort Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur uppfært þær viðvaranir sem taka gildi í kvöld vegna hríðarveðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu.

Er nú appelsínugul viðvörun í gildi á þessum svæðum frá klukkan átta í kvöld og fram til morguns en viðvörunin var áður gul.

Enn eru gular viðvaranir í gildi annars staðar, líkt og fjallað var um hér í morgun.

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra:

Sunnanhríð.

25. nóv. kl. 20:00 til 26. nóv. kl. 07:00.

Sunnan 18-28 m/s og snjókoma eða slydda, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Versnandi akstursskilyrði.

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar fyrir miðhálendið:

Suðaustan- og sunnanhríðarveður.

25. nóv. kl. 20:00 til 26. nóv. kl. 10:00.

Suðaustan og síðar sunnan 20-30 m/s og talsverð snjókoma eða slydda. Ekkert ferðaveður.

Litirnir á himninum sem sáust út um gluggann á vaktinni í morgun minntu óþægilega mikið á gulu og appelsínugulu...

Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, November 25, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×