„Mjög stórt og erfitt skref“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 10:30 Elín stofnaði fyrirtæki sitt Búum vel í ágúst. Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki. Sindri Sindrason ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún var í þessum sporum fyrr á árinu og tók málin í eigin hendur. Hennar saga ætti að vekja von og innblástur fyrir aðra. Á sínum tíma byrjaði Elín í viðskiptafræðinni í háskóla og færði sig síðar yfir í lögfræðina. Þegar náminu í lögfræði var lokið fékk hún starf hjá Eignamiðlun hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala og þar var hennar fyrsta verk að leysa allan ágreining sem kemur upp frá því að fólk kaupir þangað til að kemur að afsali. „Það átti ekkert mál frá okkur að fara til dómstóla. Ég tók þessu mjög alvarlega og ég fékk mjög öflugan lærdóm, þessi fyrstu ár mín. Á þeim tíma gengu fasteignakaupin þannig að fólk var að borga í heilt ár og búið að búa í níu mánuði í húsinu. Þá komu oft upp allskonar gallar til að fá smá afslátt. Þetta var frumraunin mín að leysa þessi mál og það tókst,“ segir Elín en þar leið Elínu mjög vel og fannst verkefnin krefjandi og skemmtileg en hún vildi þó meira. Hún vann um tíma hjá Lögmönnum Höfðabakka, var lögmaður Byko og leiddi svo verkefni Félagsmálaráðuneytisins um ráðgjafastofu heimilanna. Þá var hún framkvæmdarstjóri dómstólaráðs í tíu ár og síðustu sex árin var hún framkvæmdarstjóri útfarastofu kirkjugarðanna. „Síðan gekk ég í gegnum það í lok janúar að læknirinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera mikið lengur inni í þessu húsnæði og hvatti mig eindregið til þess að hætta og það var mjög stórt og erfitt skref. Þetta var starfið sem ég virkilega fann mig vel í,“ segir Elín sem varð að hætta í starfinu vegna myglu í húsnæðinu. Hún var orðin mjög lasin og gat varla gengið hring í kringum húsið sitt án þess að vera alveg búin á því. Næstu fimm mánuðir fóru í það að byggja sig upp og ná heilsunni á ný. Þetta ætla ég ekki að gera „Ég man það næstum því upp á dag, 1. júlí þá hugsaði ég, nú bara loksins kannast ég við þessa konu. Þá fór ég að hugsa hvað ég ætlaði að gera. Á þessum tíma var ég búin að sækja um einhver tvö, þrjú störf sem ég fann að mig langaði ekkert í. Á þessum degi 1. júlí þá las ég svo merkilega grein sem jafnaldri minn skrifaði að hann væri búinn að vera atvinnulaus í 360 daga og sækja um 170 störf og hafnað 170 sinnum. Ég hugsaði með mér, nei þetta ætla ég ekki að gera. Ég setti bara á mig bakpokann og ákvað að ganga héðan úr Skerjafirðinum upp í Sundhöll og spyrja mig svona markþjálfunarlegra spurninga. Hvað get ég? Hvað kann ég? Hvar liggja hæfileikarnir og hver er ástríðan? Ég vissi þarna ekki neitt, vissi bara að ég óttaðist að fara inn á einhverja vinnustaði þar sem væri myglað húsnæði, það var mikill þröskuldur. Þegar ég var komin á göngubrautina við Hringbrautina kom svarið,“ segir Elín sem ákvað þá að stofna sitt eigið fyrirtæki, nýta sína reynslu og aðstoða eldra fólk við að selja eignir sínar og kaupa nýjar. Elín segir að fólk á ákveðnum aldri sé mögulega óöruggari í fasteignaviðskiptum en þeir sem yngri eru. „Fólk þarf ekkert að borga neitt extra gjald fyrir þjónustuna mína heldur sjá fasteignasalarnir þörfina og sjá það að þessi hópur, fólk sem er farið að eldast að það þarf aukna þjónustu,“ segir Elín en Eignamiðlun og Torg í Garðabæ hafa samið við Elínu en fyrirtæki hennar heitir í dag Búum vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki. Sindri Sindrason ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún var í þessum sporum fyrr á árinu og tók málin í eigin hendur. Hennar saga ætti að vekja von og innblástur fyrir aðra. Á sínum tíma byrjaði Elín í viðskiptafræðinni í háskóla og færði sig síðar yfir í lögfræðina. Þegar náminu í lögfræði var lokið fékk hún starf hjá Eignamiðlun hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala og þar var hennar fyrsta verk að leysa allan ágreining sem kemur upp frá því að fólk kaupir þangað til að kemur að afsali. „Það átti ekkert mál frá okkur að fara til dómstóla. Ég tók þessu mjög alvarlega og ég fékk mjög öflugan lærdóm, þessi fyrstu ár mín. Á þeim tíma gengu fasteignakaupin þannig að fólk var að borga í heilt ár og búið að búa í níu mánuði í húsinu. Þá komu oft upp allskonar gallar til að fá smá afslátt. Þetta var frumraunin mín að leysa þessi mál og það tókst,“ segir Elín en þar leið Elínu mjög vel og fannst verkefnin krefjandi og skemmtileg en hún vildi þó meira. Hún vann um tíma hjá Lögmönnum Höfðabakka, var lögmaður Byko og leiddi svo verkefni Félagsmálaráðuneytisins um ráðgjafastofu heimilanna. Þá var hún framkvæmdarstjóri dómstólaráðs í tíu ár og síðustu sex árin var hún framkvæmdarstjóri útfarastofu kirkjugarðanna. „Síðan gekk ég í gegnum það í lok janúar að læknirinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera mikið lengur inni í þessu húsnæði og hvatti mig eindregið til þess að hætta og það var mjög stórt og erfitt skref. Þetta var starfið sem ég virkilega fann mig vel í,“ segir Elín sem varð að hætta í starfinu vegna myglu í húsnæðinu. Hún var orðin mjög lasin og gat varla gengið hring í kringum húsið sitt án þess að vera alveg búin á því. Næstu fimm mánuðir fóru í það að byggja sig upp og ná heilsunni á ný. Þetta ætla ég ekki að gera „Ég man það næstum því upp á dag, 1. júlí þá hugsaði ég, nú bara loksins kannast ég við þessa konu. Þá fór ég að hugsa hvað ég ætlaði að gera. Á þessum tíma var ég búin að sækja um einhver tvö, þrjú störf sem ég fann að mig langaði ekkert í. Á þessum degi 1. júlí þá las ég svo merkilega grein sem jafnaldri minn skrifaði að hann væri búinn að vera atvinnulaus í 360 daga og sækja um 170 störf og hafnað 170 sinnum. Ég hugsaði með mér, nei þetta ætla ég ekki að gera. Ég setti bara á mig bakpokann og ákvað að ganga héðan úr Skerjafirðinum upp í Sundhöll og spyrja mig svona markþjálfunarlegra spurninga. Hvað get ég? Hvað kann ég? Hvar liggja hæfileikarnir og hver er ástríðan? Ég vissi þarna ekki neitt, vissi bara að ég óttaðist að fara inn á einhverja vinnustaði þar sem væri myglað húsnæði, það var mikill þröskuldur. Þegar ég var komin á göngubrautina við Hringbrautina kom svarið,“ segir Elín sem ákvað þá að stofna sitt eigið fyrirtæki, nýta sína reynslu og aðstoða eldra fólk við að selja eignir sínar og kaupa nýjar. Elín segir að fólk á ákveðnum aldri sé mögulega óöruggari í fasteignaviðskiptum en þeir sem yngri eru. „Fólk þarf ekkert að borga neitt extra gjald fyrir þjónustuna mína heldur sjá fasteignasalarnir þörfina og sjá það að þessi hópur, fólk sem er farið að eldast að það þarf aukna þjónustu,“ segir Elín en Eignamiðlun og Torg í Garðabæ hafa samið við Elínu en fyrirtæki hennar heitir í dag Búum vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira