„Mjög stórt og erfitt skref“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 10:30 Elín stofnaði fyrirtæki sitt Búum vel í ágúst. Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki. Sindri Sindrason ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún var í þessum sporum fyrr á árinu og tók málin í eigin hendur. Hennar saga ætti að vekja von og innblástur fyrir aðra. Á sínum tíma byrjaði Elín í viðskiptafræðinni í háskóla og færði sig síðar yfir í lögfræðina. Þegar náminu í lögfræði var lokið fékk hún starf hjá Eignamiðlun hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala og þar var hennar fyrsta verk að leysa allan ágreining sem kemur upp frá því að fólk kaupir þangað til að kemur að afsali. „Það átti ekkert mál frá okkur að fara til dómstóla. Ég tók þessu mjög alvarlega og ég fékk mjög öflugan lærdóm, þessi fyrstu ár mín. Á þeim tíma gengu fasteignakaupin þannig að fólk var að borga í heilt ár og búið að búa í níu mánuði í húsinu. Þá komu oft upp allskonar gallar til að fá smá afslátt. Þetta var frumraunin mín að leysa þessi mál og það tókst,“ segir Elín en þar leið Elínu mjög vel og fannst verkefnin krefjandi og skemmtileg en hún vildi þó meira. Hún vann um tíma hjá Lögmönnum Höfðabakka, var lögmaður Byko og leiddi svo verkefni Félagsmálaráðuneytisins um ráðgjafastofu heimilanna. Þá var hún framkvæmdarstjóri dómstólaráðs í tíu ár og síðustu sex árin var hún framkvæmdarstjóri útfarastofu kirkjugarðanna. „Síðan gekk ég í gegnum það í lok janúar að læknirinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera mikið lengur inni í þessu húsnæði og hvatti mig eindregið til þess að hætta og það var mjög stórt og erfitt skref. Þetta var starfið sem ég virkilega fann mig vel í,“ segir Elín sem varð að hætta í starfinu vegna myglu í húsnæðinu. Hún var orðin mjög lasin og gat varla gengið hring í kringum húsið sitt án þess að vera alveg búin á því. Næstu fimm mánuðir fóru í það að byggja sig upp og ná heilsunni á ný. Þetta ætla ég ekki að gera „Ég man það næstum því upp á dag, 1. júlí þá hugsaði ég, nú bara loksins kannast ég við þessa konu. Þá fór ég að hugsa hvað ég ætlaði að gera. Á þessum tíma var ég búin að sækja um einhver tvö, þrjú störf sem ég fann að mig langaði ekkert í. Á þessum degi 1. júlí þá las ég svo merkilega grein sem jafnaldri minn skrifaði að hann væri búinn að vera atvinnulaus í 360 daga og sækja um 170 störf og hafnað 170 sinnum. Ég hugsaði með mér, nei þetta ætla ég ekki að gera. Ég setti bara á mig bakpokann og ákvað að ganga héðan úr Skerjafirðinum upp í Sundhöll og spyrja mig svona markþjálfunarlegra spurninga. Hvað get ég? Hvað kann ég? Hvar liggja hæfileikarnir og hver er ástríðan? Ég vissi þarna ekki neitt, vissi bara að ég óttaðist að fara inn á einhverja vinnustaði þar sem væri myglað húsnæði, það var mikill þröskuldur. Þegar ég var komin á göngubrautina við Hringbrautina kom svarið,“ segir Elín sem ákvað þá að stofna sitt eigið fyrirtæki, nýta sína reynslu og aðstoða eldra fólk við að selja eignir sínar og kaupa nýjar. Elín segir að fólk á ákveðnum aldri sé mögulega óöruggari í fasteignaviðskiptum en þeir sem yngri eru. „Fólk þarf ekkert að borga neitt extra gjald fyrir þjónustuna mína heldur sjá fasteignasalarnir þörfina og sjá það að þessi hópur, fólk sem er farið að eldast að það þarf aukna þjónustu,“ segir Elín en Eignamiðlun og Torg í Garðabæ hafa samið við Elínu en fyrirtæki hennar heitir í dag Búum vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki. Sindri Sindrason ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún var í þessum sporum fyrr á árinu og tók málin í eigin hendur. Hennar saga ætti að vekja von og innblástur fyrir aðra. Á sínum tíma byrjaði Elín í viðskiptafræðinni í háskóla og færði sig síðar yfir í lögfræðina. Þegar náminu í lögfræði var lokið fékk hún starf hjá Eignamiðlun hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala og þar var hennar fyrsta verk að leysa allan ágreining sem kemur upp frá því að fólk kaupir þangað til að kemur að afsali. „Það átti ekkert mál frá okkur að fara til dómstóla. Ég tók þessu mjög alvarlega og ég fékk mjög öflugan lærdóm, þessi fyrstu ár mín. Á þeim tíma gengu fasteignakaupin þannig að fólk var að borga í heilt ár og búið að búa í níu mánuði í húsinu. Þá komu oft upp allskonar gallar til að fá smá afslátt. Þetta var frumraunin mín að leysa þessi mál og það tókst,“ segir Elín en þar leið Elínu mjög vel og fannst verkefnin krefjandi og skemmtileg en hún vildi þó meira. Hún vann um tíma hjá Lögmönnum Höfðabakka, var lögmaður Byko og leiddi svo verkefni Félagsmálaráðuneytisins um ráðgjafastofu heimilanna. Þá var hún framkvæmdarstjóri dómstólaráðs í tíu ár og síðustu sex árin var hún framkvæmdarstjóri útfarastofu kirkjugarðanna. „Síðan gekk ég í gegnum það í lok janúar að læknirinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera mikið lengur inni í þessu húsnæði og hvatti mig eindregið til þess að hætta og það var mjög stórt og erfitt skref. Þetta var starfið sem ég virkilega fann mig vel í,“ segir Elín sem varð að hætta í starfinu vegna myglu í húsnæðinu. Hún var orðin mjög lasin og gat varla gengið hring í kringum húsið sitt án þess að vera alveg búin á því. Næstu fimm mánuðir fóru í það að byggja sig upp og ná heilsunni á ný. Þetta ætla ég ekki að gera „Ég man það næstum því upp á dag, 1. júlí þá hugsaði ég, nú bara loksins kannast ég við þessa konu. Þá fór ég að hugsa hvað ég ætlaði að gera. Á þessum tíma var ég búin að sækja um einhver tvö, þrjú störf sem ég fann að mig langaði ekkert í. Á þessum degi 1. júlí þá las ég svo merkilega grein sem jafnaldri minn skrifaði að hann væri búinn að vera atvinnulaus í 360 daga og sækja um 170 störf og hafnað 170 sinnum. Ég hugsaði með mér, nei þetta ætla ég ekki að gera. Ég setti bara á mig bakpokann og ákvað að ganga héðan úr Skerjafirðinum upp í Sundhöll og spyrja mig svona markþjálfunarlegra spurninga. Hvað get ég? Hvað kann ég? Hvar liggja hæfileikarnir og hver er ástríðan? Ég vissi þarna ekki neitt, vissi bara að ég óttaðist að fara inn á einhverja vinnustaði þar sem væri myglað húsnæði, það var mikill þröskuldur. Þegar ég var komin á göngubrautina við Hringbrautina kom svarið,“ segir Elín sem ákvað þá að stofna sitt eigið fyrirtæki, nýta sína reynslu og aðstoða eldra fólk við að selja eignir sínar og kaupa nýjar. Elín segir að fólk á ákveðnum aldri sé mögulega óöruggari í fasteignaviðskiptum en þeir sem yngri eru. „Fólk þarf ekkert að borga neitt extra gjald fyrir þjónustuna mína heldur sjá fasteignasalarnir þörfina og sjá það að þessi hópur, fólk sem er farið að eldast að það þarf aukna þjónustu,“ segir Elín en Eignamiðlun og Torg í Garðabæ hafa samið við Elínu en fyrirtæki hennar heitir í dag Búum vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira